Sex atriði kepptu um að fá að vera fulltrúi Íslands á Eurovision í Basel í Sviss í vor. Á endanum höfðu VÆB-bræður öruggan sigur.
Ljósmyndarinn Hulda Margrét var á vettvangi og tók myndir fyrir Vísi af keppendum, kynnum, aðdáendum og öðrum skemmtiatriðum.
Vísir hefur líka tekið saman viðbrögð fólks á miðlinum X. Aðdáendum Bjarna Ara voru gefin góð ráð í byrjun kvölds. Einhver börn kusu hann þó greinilega.
Sterkur leikur í kvöld fyrir Bjarna Ara stuðnisfólk að segja krökkunum sínum að það sé bilun í símkerfinu og það sé ekki hægt að kjósa Væb #12stig
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 22, 2025
Dóttir mín bað um að fá að kjósa gamla kallinn síðast því hún vorkenndi honum svo að vera svona gamall að taka þátt🥺 https://t.co/wBHvoVApNd
— Katrín Atladóttir (@katrinat) February 22, 2025
Einum X-verja fannst auglýsing apóteks sniðug.
Viðeigandi að Lyfjaver skuli auglýsa rétt áður en VÆB stíga á svið til syngja um róandi hér og róandi þar#12stig
— Helgi Ólafsson (@helgiolafs) February 22, 2025
Annar taldi um hannaða atburðarás að ræða.
Er ég ein um að finnast fyrirkomulag Söngvakeppninnar 2025 hafa verið hannað fyrir sigur Væb? Ekkert einvígi, ekkert wild card og engin dómnefnd í undanúrslitum - allt hlutir sem geta gert bandi eins og Væb sigurinn auðveldari. Hvað segið þið? #12stig
— Svala Jons 🇺🇦 🇵🇸 (@svalaj) February 22, 2025
Táknmálstúlkar Rúv fengu mikið hrós
Frammistaða kvöldsins? #12stig pic.twitter.com/4mulfvqL26
— Aron Elí Kristjánsson (@aaronekris) February 22, 2025
Shoutout og hrós kvöldsins fá táknmálstúlkar RÚV fyrir metnaðinn og frábæra búninga í kvöld! ✨ Vel gert 🙌#12stig pic.twitter.com/7569sAZ9IS
— Kristín Halla Kristinsdóttir (@KriHalla) February 22, 2025
Börnin furðuðu sig á því að Ágúst skyldi ekki syngja á íslensku. Aðrir syrgdu glatað tækifæri.
"Hvar er íslenska talið hans?" Svala (6 ára) um Ágúst #12stig
— Atli Viðar (@atli_vidar) February 22, 2025
Tapaða tækifæri keppninnar er auðvitað að Ágúst hafi ekki haft þetta tvíburaklón sitt með sér í atriðinu á sviðinu. #12stig
— Valthor Druzin (@DruzinValthor) February 22, 2025
Þrátt fyrir að Bjarni væri Elvis Íslands taldi Konni Waage sigurlíkurnar ekki miklar. Þrátt fyrir stjúpmömmu Harry Potter.
Elvis Íslands topp gaur, elskar Karen, þekkir Bó, sigurlíkur v VÆB, ekki miklar #12stig
— KonniWaage (@konninn) February 22, 2025
"Er þetta stjúpmamma Harry Potter að spila á píanóið?" Svala (6 ára) #12stig
— Atli Viðar (@atli_vidar) February 22, 2025
Bjarni ara var flottur en enginn king dagur #12stig
— Axel Bjornsson ୧⍤⃝💐 (@bjossason) February 22, 2025
Júlí og Dísa vöktu lukka hjá sumum en öðrum ekki.
júlí og dísa take us all the way to akureyri #songvakeppnin #12stig
— Bruno 🧮🍉 (@euro_bruno) February 22, 2025
Að fara með frúnni í eurovision er veikasta stöff ever
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) February 22, 2025
Ultra sænskt væb hjá Júlí og Dísu #12stig, mögulegt til sigurs.
— KonniWaage (@konninn) February 22, 2025
Þvílíkt atriði hjá júlí og dísu!
— Lukas Isfeld (@IsfeldLukas5) February 22, 2025
Ef við ætlum að gera eitthvað úti þá þurfa þau að enda úti! #12stig
Boxmaster konan kemur út í KFC búning right? #12stig pic.twitter.com/p8b2NXJJ3H
— gisli (@gisli) February 22, 2025
Eftir flutning VÆB voru margir tilbúnir að krýna þá sigurvegara.
VÆB var að vinna keppnina og það er bara snilld. Flott atriði #12stig
— beggi dan (@beggidan) February 22, 2025
Ef við sendum ekki VÆB til Basel þá hötum við einfaldlega að komast upp úr undanúrslitunum #12stig
— Oddgeir Páll 🧡 (@oddgeirpall) February 22, 2025
Smá celtic væb hjá væb. Írar hafa unnið júró 30 sinnum. Góð taktík #soengvakeppnin #söngvakeppnin #12stig
— Axel Bjornsson ୧⍤⃝💐 (@bjossason) February 22, 2025
VÆB var fulltrúi unga fólksins og greinilega „skítlibba“ líka.
Gjörsamlega bara börn undir 10 ára að fara að kjósa VÆB og fagna fyrir þeim #12stig
— DJBergmann (@Thememechild1) February 22, 2025
Við skítlibbar höfum ákveðið að fylkja okkur á bak við VÆB. #12stig
— Gaukur Ulfarsson (@gaukur_u) February 22, 2025
Bjarni Ara átti sennilega hvergi jafn marga stuðningsmenn eins og á X.
Bjarni Arason. Sjarmi, stolt og mennska
— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) February 22, 2025
Auglýsingahlé er notað til að kynna erlendum eiginmanninum fyrir þessari eilífðarklassík 😍https://t.co/FBLmLWxVak#12stig
— Oddgeir Páll 🧡 (@oddgeirpall) February 22, 2025
Lag Tinnu var greinilega fullkomið fyrir línudans. Svo voru einhverjir heldur neikvæðir.
Alveg hægt að taka góðan línudans yfir þessu lagi hjá Tinnu #12stig , kannski góðan lindy hop
— KonniWaage (@konninn) February 22, 2025
Heyri bara "up yours" þegar hún syngur "of yours". Ekki að virka, var skárra á íslensku... #12stig
— Héðinn Mikk 🇮🇸 (@HedinnMikk) February 22, 2025
Hvaða rugl eretta? Heldur ekki lagi.. tinna þrá #soengvakeppnin #söngvakeppnin #12stig
— Axel Bjornsson ୧⍤⃝💐 (@bjossason) February 22, 2025
Stebbi Jak á alltaf inneign hjá rokkhundum.
Stebba Jak er ekki besti söngvarinn, hann er langbesti söngvarinn í þessarri keppni #12stig
— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) February 22, 2025
Ég ætla. Fkn kjósa Stebba #soengvakeppnin #söngvakeppnin #12stig
— Axel Bjornsson ୧⍤⃝💐 (@bjossason) February 22, 2025
Í guðana bænum getur einhver set him free? #12stig
— Gaukur Ulfarsson (@gaukur_u) February 22, 2025
Einhverjum fannst hljóðblöndunin ekki nægilega góð hjá tæknimönnum Rúv.
Reka þann sem er að sjá um mixið, söngurinn alltaf að drukkna í playbackinu #12stig
— Oddgeir Páll 🧡 (@oddgeirpall) February 22, 2025
Kvöldið í kvöld skar út um hvaða kynslóð ætti mesta inneign.
Í kvöld fáum vita hvaða kynslóð á mestu sms inneignina. #12stig #ruv
— Kristinn ÞÓR Sigurjónsson (@kiddi_s) February 22, 2025
Æi mér er eiginlega alveg sama hvaða lag fer út. Bara ekki Væb. Og ekki Ágúst. Og ekki Tinna. Og ekki Bjarni Ara. Og ekki Júlí og Dísa... #12stig
— Héðinn Mikk 🇮🇸 (@HedinnMikk) February 22, 2025
Sorry frá mér en ég þurfti ekki að fá svona mikið af Heru #12stig
— KonniWaage (@konninn) February 22, 2025
hey þeir hækkuði gjaldið til að kjósa um 70 kr?, eru hagar með tennurnar í þessu? #12stig
— KonniWaage (@konninn) February 22, 2025
Hera Björk tók nokkur lög og vakti gríðarlega lukku í salnum. Netverjar voru misánægðir með hana.
Hefði viljað sjá @grjotze hlaupa upp á svið með Heru, maður sá langar leiðir að honum dauðlangaði! #12stig
— Pétur Örn (@peturgisla) February 22, 2025
Sorry frá mér en ég þurfti ekki að fá svona mikið af Heru #12stig
— KonniWaage (@konninn) February 22, 2025
Já hljótum að fara hærra en síðasta sæti eins og síðast. #12stig
— Árni Torfason (@arnitorfa) February 22, 2025
Hera er DÍVA og QUEEN og mér er drullufokksama hvað fólki finnst #12stig #söngvakeppnin
— I STAND WITH UKRAINE 🇺🇦 (@Heidos777) February 22, 2025
Kynnarnir vöktu líka mismikla lukku. Sumir dýrkuðu þau, öðrum fannst kjánahrollurinn of mikill. Gunni Birgis á svo líka sína aðdáendur þrátt fyrir eitraða jákvæðni.
Eftir þetta innslag með Gunna og Felix er ég algjörlega viss um að það er verið að gefa fíkniefni þarna.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) February 22, 2025
Geta Benni og Fannar ekki bara unnið? #12stig
— Ásdís Björg (@AsdisBjorg) February 22, 2025
Getum við fengið hraðfrétta gæjanna í allt sem þjóðin gerir héðan í frá?#12stig
— Raggi Lego (@RaggiLego) February 22, 2025
Hugsa sér að geta hafa orðið heimsfrægur kjarneðlisfræðingur og leitt mannkyn á glæsta braut til stjarnanna en kjósa þess í stað að verða þulur í einhverri hæfileikakeppni og segja fimmaurabrandara. #12stig
— Kristján Va (@kristjanvalur) February 22, 2025
Það gleymist stundum hvað Gunni Birgis er hávaxinn.
— Sigurður O (@SiggiOrr) February 22, 2025
Þessi eitraða jákvæðni geislar af Hjamma og Gunna Birgis
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) February 22, 2025
Þó nokkuð margir hneyksluðust á því að Rúv skyldi halda atkvæðagreiðslunni opinni á meðan stig dómnefndar voru kynnt.
Það er reyndar geggjað útspil að RÚV kynni breytt fyrirkomulag og það sé ekkert einvígi, en svo er í rauninni bara klárlega einvígi eftir atkvæði dómnefndar.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) February 22, 2025
Er hægt að halda áfram að kjósa þegar það er búið að kynna stig dómnefndar!? Litla peningaplokkið. #12stig
— Árni Torfason (@arnitorfa) February 22, 2025
Það er út í hött að það sé enn kosning þegar dómnefndaratkvæðin eru komin #12stig
— Sverrir Fridriksson 🇵🇸 (@Sigurdrifa) February 22, 2025
Það leyfa kosning meðan verið er birta dómaraeinkunnir meikar engan séns og þau gættu verið mjög áhrifamikil #12stig
— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) February 22, 2025
Hvaða ótrúlega ákvörðun er það að hafa kosninguna áfram opna eftir niðurstöðu dómnefndar? Það er fáránlegt.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) February 22, 2025
Nýja fyrirkomulag RÚV leysir ekki vandann sem einvígið skapaði. Nú munu stuðningsmenn Júlí&Dísu, Stebba Jak og Tinnu kjósa endalaust. Þau sem halda með VÆB eru mun ólíklegri til að dæla inn atkvæðum eftir að þau hafa tilkynnt fyrirfram hvernig 50% atkvæða eru. #12stig
— Einar Jóhannes (@einarjoh) February 22, 2025
Þetta fyrirkomulag er fáránlegt 😂
— Pétur Örn (@peturgisla) February 22, 2025
"Við erum búin að útrýma einvíginu, nema bara alls ekki 🤡"#12stig
fínt þetta nýja kosningafyrirkomulag en viðbrögðin hér benda til þess að málið verði rætt í átta klukkustundir á alþingi á mánudaginn #12stig
— Atli Fannar (@atlifannar) February 22, 2025
TikTok-kynslóðin hafði vinninginn í kvöld.
Tik tok kynslóðin tók þetta… úffff
— Nikola Djuric (@Nikoladjuric23) February 22, 2025
Game is gone #12stig
djöfull elska ég væb! #12stig
— Guðjón Logi (@GudjonLogi) February 22, 2025
Hef sagt þetta áður en #Söngvakeppnin í ár er hands down sú besta hingað til. RÓA sig RÚV segi ég nú bara. Vá! #12stig.
— Viktor Klimaszewski (@vklimaszewski) February 22, 2025
Stuðningsmenn Bjarna syrgðu úrslitin (og fögnuðu sumir lengdum fresti).
við gamlingjarnir að klára inneignina á Bjarna Ara rn ! ekki boðlegt að enda neðst
— Freyr S.N. (@fs3786) February 22, 2025
Today I feel Bjarni Ara
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) February 22, 2025
Segir allt sem segja þarf um menningarlæsi þessarar dómnefndar að king Bjarni Ara sé í neðsta. Fraudulent and dishonest Eurovision establishment. Drain the swamp NOW!
— Jónas Már (@JTorfason) February 22, 2025