Meinaður aðgangur að skrifstofu Landsambands eldri borgara 27. maí 2007 18:56 Formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann. Ólafur Ólafsson formaður íhugar hvort hann gefur kost á sér áfram. Ólafur Ólafsson formaður landsambands eldri borgara segir í samtali við fréttastofu að Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri sambandsins hafa skrifað einum nefndarmanna uppstillingarnefndar bréf sem hafi verið fremur óvinsamlegt og persónulegt gegn sér. Í bréfinu hafi verið mælt með því að öðru formannsefni yrði teflt fram fyrir landsþing sambandsins sem haldið verður um næstu helgi. Nefndin sér um að stilla upp fólki til kosninga fyrir landsfundinn. Nefndarmenn hafi eftir móttöku bréfsins komið að máli við Ólaf sem hugleiddi að bjóða sig fram aftur og greint honum frá því að hann teldist of harður í störfum í sínum eins þeir hafi orðað það, og hann mætti búast við mótframboði varaformannsins Helga Hjálmssonar. Ólafur segir að útfrá þessu hafi sprottið upp deilur milli stuðningsmanna sinna og þeirra sem væru honum andvígir. Hann segist hafa komið að skrifstofu sinni harðlæstri á föstudag og ekki komist inn, án allra skýringa. Þá var Einari Árnasyni hagfræðingi og ráðgjafa sambandsins og Félags eldri borgara til sex ára sagt upp í mars síðastliðnum. Hann hlaut þriggja mánaða uppsagnarfrest og lýkur störfum í júnílok. Ólafur segist áður hafa hugleitt að bjóða sig ekki fram til formanns aftur, þar sem hann hafi sinnt málaflokknum í átta ár, það er hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í sex ár og síðustu tvö ár hjá Landsambandinu. Hann segist ánægður með hvernig málefni eldri borgara hafi komist í forgang hjá stjórnvöldum og öldrunarmálin verið færð til nýs Velferðarráðuneytis. Hann íhugi nú hvort hann bjóði sig fram í formanninn á næsta landsþingi. Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri Landsambandsins segist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi framkvæmdarstjórnarinnar á þriðjudaginn næstkomandi. Innlent Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Formanni Landssambands eldri borgara hefur verið meinaður aðgangur að skrifstofu félagsins. Uppstillinganefnd Landssambands eldri borgara telur formanninn of harðan og vill fá nýjan formann. Ólafur Ólafsson formaður íhugar hvort hann gefur kost á sér áfram. Ólafur Ólafsson formaður landsambands eldri borgara segir í samtali við fréttastofu að Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri sambandsins hafa skrifað einum nefndarmanna uppstillingarnefndar bréf sem hafi verið fremur óvinsamlegt og persónulegt gegn sér. Í bréfinu hafi verið mælt með því að öðru formannsefni yrði teflt fram fyrir landsþing sambandsins sem haldið verður um næstu helgi. Nefndin sér um að stilla upp fólki til kosninga fyrir landsfundinn. Nefndarmenn hafi eftir móttöku bréfsins komið að máli við Ólaf sem hugleiddi að bjóða sig fram aftur og greint honum frá því að hann teldist of harður í störfum í sínum eins þeir hafi orðað það, og hann mætti búast við mótframboði varaformannsins Helga Hjálmssonar. Ólafur segir að útfrá þessu hafi sprottið upp deilur milli stuðningsmanna sinna og þeirra sem væru honum andvígir. Hann segist hafa komið að skrifstofu sinni harðlæstri á föstudag og ekki komist inn, án allra skýringa. Þá var Einari Árnasyni hagfræðingi og ráðgjafa sambandsins og Félags eldri borgara til sex ára sagt upp í mars síðastliðnum. Hann hlaut þriggja mánaða uppsagnarfrest og lýkur störfum í júnílok. Ólafur segist áður hafa hugleitt að bjóða sig ekki fram til formanns aftur, þar sem hann hafi sinnt málaflokknum í átta ár, það er hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík í sex ár og síðustu tvö ár hjá Landsambandinu. Hann segist ánægður með hvernig málefni eldri borgara hafi komist í forgang hjá stjórnvöldum og öldrunarmálin verið færð til nýs Velferðarráðuneytis. Hann íhugi nú hvort hann bjóði sig fram í formanninn á næsta landsþingi. Borgþór Kjærnested framkvæmdastjóri Landsambandsins segist í samtali við fréttastofu ekki vilja tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi framkvæmdarstjórnarinnar á þriðjudaginn næstkomandi.
Innlent Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira