Innlent

Verndartollar á landbúnaðarvörum ekki ástæðan fyrir háu matarverði

Nýr landbúnaðarráðherra segir verndartolla á íslenskum landbúnaðarafurðum ekki ástæðuna fyrir háu matarverði hér á landi.

Hann segist ekki ætla að rústa íslenskum landbúnaði með því að hefja innflutning á erlendri matvöru.



Töluverðar umræður hafa verið um að hátt matarverð hér á landi megi rekja til hægra breytinga í íslensku landbúnaðarkerfi og verndartolla á landbúnaðarvörum. Því er Einar K. Guðfinnsson nýr landbúnaðarráðherra ósammála.



Einar segir að eftir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar á matarverði hafi verið gerðar kröfur til íslensks landbúnaðar um töluverða hagræðingu. Hins vegar sé ljóst að landbúnaðurinn myndi ekki lifa það af ef hingað til lands yrðu fluttar inn erlendar kjötvörur, til að mynda sem margir gerðu kröfu um. Hann segir sterka krónu ekki hafa skilað lægra vöruverði til almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×