Fálkaorður fyrir fúlgur fjár 20. apríl 2007 10:45 Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skýrar reglur gilda um fálkaorðuna, og hana megi ekki selja. MYND/GVA Íslensk fálkaorða er á meðal muna sem orðu- og myntsalinn Najafgholi Chalabiani býður upp á eBay þessa dagana. Á heimasíðu fyrirtækisins Najaf Coins and Collectibles, sem Chalabiani rekur í Vancouver í Kanada, má finna ellefu íslenskar fálkaorður til viðbótar. „Það er ljóst mál að það má ekki selja fálkaorður," sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari um málið. „Það eru ákveðnar reglur um fálkaorðuna, og þær fela í sér að eftir að sá sem ber fálkaorðu er fallinn frá ber erfingjum að skila henni til embættissins. Hún á sem sagt ekki að fara úr höndum þess sem hana hlýtur nema til að koma til baka, það eru skýrar reglur," sagði Örnólfur. Hann segist áður hafa orðið var við að fálkaorður séu boðnar upp á eBay eða svipuðum netsíðum, en veit ekki til þess að það hafi verið gert í slíku magni. „En ég bendi á það að það er ekki fullvíst að um þarna sé um raunverulegar fálkaorður að ræða, þarna gætu verið eftirlíkingar á ferð," sagði Örnólfur. Ekki er hægt að skera úr um hvort fálkaorðurnar á heimasíðu Chalabiani séu raunverulegar, en í orðsendingu frá Najaf Coins and Collectibles segist hann ábyrgast að allir munir séu ósviknir. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Chalabiani kaupa orður um heim allan, annað hvort í verslunum eða á uppboðum, en gaf ekki upp hvaðan þær íslensku væru fengnar. Najafgholi Chalabiani selur tólf íslenskar fálkaorður á eBay og heimasíðu sinni. Hann sagðist þó finna fyrir nokkurri eftirspurn eftir íslenskum orðum. „Það eru ekki til það margar íslenskar orður, þetta er lítið land. En heimurinn er stór og það er alltaf hægt að finna einhvern áhugasaman," sagði Chalabiani, sem kvaðst ekki hafa selt margar íslenskar orður í gegnum tíðina. Sem upphafsboð á eBay setti Chalabiani tæplega 7500 bandaríkjadali, eða um 490.000 íslenskar krónur. Sú dýrasta á heimasíðu hans kostar ríflega 700.000 íslenskar krónur. „En við vitum ekki hvort þær fara fyrir þetta verð," sagði Chalabiani. upprunaskjal? Fálkaorðunni á eBay, þar sem lágmarks boð er 7.500 dalir, fylgir þetta skjal, sem virðist undirritað af frú Vigdísi Finnbogadóttur. Orðunni á uppboðssíðunni eBay fylgir skjal sem virðist vera undirritað af Vigdísi Finnbogadóttur, þó að erfiðara sé að átta sig á á hvern skjalið er stílað og hvenær það var afhent. Ekki er heldur hægt að skera úr um hvaðan orðan er komin. „Fálkaorður er ekki númeraðar og því er ógerningur að rekja þær," sagði Örnólfur. Fjöldi þeirra sem þegið hafa fálkaorðu á lýðveldistíma liggur ekki fyrir, en unnið er að lokafrágangi heildarskrár yfir þá. Verður skráin aðgengileg innnan skamms á heimasíðu embættisins. Í dag veitir Forseti Íslands um tíu til fjórtán orður tvisvar sinnum á ári. Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Sjá meira
Íslensk fálkaorða er á meðal muna sem orðu- og myntsalinn Najafgholi Chalabiani býður upp á eBay þessa dagana. Á heimasíðu fyrirtækisins Najaf Coins and Collectibles, sem Chalabiani rekur í Vancouver í Kanada, má finna ellefu íslenskar fálkaorður til viðbótar. „Það er ljóst mál að það má ekki selja fálkaorður," sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari um málið. „Það eru ákveðnar reglur um fálkaorðuna, og þær fela í sér að eftir að sá sem ber fálkaorðu er fallinn frá ber erfingjum að skila henni til embættissins. Hún á sem sagt ekki að fara úr höndum þess sem hana hlýtur nema til að koma til baka, það eru skýrar reglur," sagði Örnólfur. Hann segist áður hafa orðið var við að fálkaorður séu boðnar upp á eBay eða svipuðum netsíðum, en veit ekki til þess að það hafi verið gert í slíku magni. „En ég bendi á það að það er ekki fullvíst að um þarna sé um raunverulegar fálkaorður að ræða, þarna gætu verið eftirlíkingar á ferð," sagði Örnólfur. Ekki er hægt að skera úr um hvort fálkaorðurnar á heimasíðu Chalabiani séu raunverulegar, en í orðsendingu frá Najaf Coins and Collectibles segist hann ábyrgast að allir munir séu ósviknir. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Chalabiani kaupa orður um heim allan, annað hvort í verslunum eða á uppboðum, en gaf ekki upp hvaðan þær íslensku væru fengnar. Najafgholi Chalabiani selur tólf íslenskar fálkaorður á eBay og heimasíðu sinni. Hann sagðist þó finna fyrir nokkurri eftirspurn eftir íslenskum orðum. „Það eru ekki til það margar íslenskar orður, þetta er lítið land. En heimurinn er stór og það er alltaf hægt að finna einhvern áhugasaman," sagði Chalabiani, sem kvaðst ekki hafa selt margar íslenskar orður í gegnum tíðina. Sem upphafsboð á eBay setti Chalabiani tæplega 7500 bandaríkjadali, eða um 490.000 íslenskar krónur. Sú dýrasta á heimasíðu hans kostar ríflega 700.000 íslenskar krónur. „En við vitum ekki hvort þær fara fyrir þetta verð," sagði Chalabiani. upprunaskjal? Fálkaorðunni á eBay, þar sem lágmarks boð er 7.500 dalir, fylgir þetta skjal, sem virðist undirritað af frú Vigdísi Finnbogadóttur. Orðunni á uppboðssíðunni eBay fylgir skjal sem virðist vera undirritað af Vigdísi Finnbogadóttur, þó að erfiðara sé að átta sig á á hvern skjalið er stílað og hvenær það var afhent. Ekki er heldur hægt að skera úr um hvaðan orðan er komin. „Fálkaorður er ekki númeraðar og því er ógerningur að rekja þær," sagði Örnólfur. Fjöldi þeirra sem þegið hafa fálkaorðu á lýðveldistíma liggur ekki fyrir, en unnið er að lokafrágangi heildarskrár yfir þá. Verður skráin aðgengileg innnan skamms á heimasíðu embættisins. Í dag veitir Forseti Íslands um tíu til fjórtán orður tvisvar sinnum á ári.
Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Sjá meira