Bíó og sjónvarp

Nikótíntyggjóið er ómissandi

Hallgrímur Ólafsson tyggur nikótíntyggjó af miklum móð.
Hallgrímur Ólafsson tyggur nikótíntyggjó af miklum móð. MYND/Hörður

Níu leikarar útskrifuðust frá Lista­háskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Hallgrímur Ólafsson sem situr fyrir svörum.

Aldur: 30 ára

Draumahlutverkið? Það hlýtur að vera Hamlet.

Bókin á náttborðinu? Furðulegt háttalag hunds um nótt. Skyldulesning!

Hvíta tjaldið eða leiksviðið? Bæði betra.

Hverjum er það að kenna að þú fórst í leiklist? Benna Erlings. Hann kom mér inn í skólann í gegnum klíku. Þannig virkar það.

Besta æskuminningin? Þegar ég fékk BMX-safari hjól. Felldi tár og allt.

Með eða á móti kvótakerfinu? Ef það er til eitthvað betra þá er ég á móti því.

Sáttur við nýju ríkisstjórnina? Já, ég er sáttur.

Hvar er best að vera? Uppi í rúmi með konunni.

Þú ert orðinn of seinn á frumsýningu. Það er rautt ljós en enga löggu að sjá. Hvað gerirðu? Fer yfir á rauðu! Eða svona appelsínugulu.

Hvers getur þú síst verið án? Nikótíntyggjós.

Versta starf sem þú hefur unnið? Þegar ég vann við að raða lambalærum í kör í sláturhúsi í Borgarnesi. Það var viðbjóður, enda mætti ég oft of seint.

Ef þú værir síamstvíburi, hvern vildirðu helst hafa fastan við þig? Ég myndi ekki vilja leggja það á nokkurn mann að vera fastur við mig.

Þjóðleikhúsið eða Borgarleikhúsið? Leikfélag Akureyrar.

Hvernig týpa ertu? Bolur sem þykist vera lopi en er samt enginn ullarhattur, nema þegar það á við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.