Erlent

Dreamliner frumsýnd

Boeing flugvélaverksmiðjurnar frumsýndu í nótt sína fyrstu nýju flugvél í tólf ár - 787 Dreamliner. Vélin er eina flugvélin í dag sem er að meirihluta búin til úr kolefnistrefjum.

Fullyrt er að vélin sé sú umhverfisvænasta sem nokkru sinni hefur verið framleidd. Einnig að hún noti 20 prósent minna eldsneyti en sambærilegar flugvélar og gefi því frá sér mun minna af koltvísýringi.

Boeing hefur fengið fleiri en 600 pantanir en fyrsta reynsluflug vélarinnar verður í ágúst eða september á þessu ári. Fyrstu vélarnar verða afhentar snemma á næsta ári. Icelandair á að minnsta kosti fjórar slíkar vélar í pöntun.

Smellið hér til þess að sjá myndir frá kynningu vélarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×