Erlent

Rannsaka kynferðisglæpi í Miðafríkulýðveldinu

Alþjóðaglæpadómstóllinn sagði í sag að hann myndi hefja rannsókn á glæpum sem framdir voru í borgarastyrjöld í Mið-Afríkulýðveldinu (Central African Republic) á árunum 2002 til 2003.

„Við viljum meina að alvarlegir glæpir, sem falla undir lögsögu Alþjóðaglæpadómstólsins, hafi verið framdir í Mið-Afríkulýðveldinu. Við munum hefja sjálfstæða rannsókn, safna sönnunargögnum og höfða mál gegn þeim einstaklingum sem bera mesta ábyrgð." sagði saksóknarinn Luis Moreno-Ocampo.

Dómstóllinn ætlar sér að rannsaka ásakanir um nauðganir og aðra kynferðisglæpi og telja fórnarlömbin hundruðum. Þetta er í fyrsta sinn sem dómstóllinn rannsakar mál þar sem það er meira um kynferðisglæpi en morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×