Lugovoy ákærður fyrir morðið á Litvinenko Jónas Haraldsson skrifar 22. maí 2007 10:30 Andrei Lugovoy, sem hefur nú verið ákærður fyrir morðið á Alexander Litvinenko. MYND/AP Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. Lögregla við rannsókn á málinu í nóvember síðastliðnum.Breska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Rússlands í Bretlandi á sinn fund í morgun til þess að gera honum grein fyrir því að ætlast væri til þess að Rússar veittu fulla samvinnu í málinu. „Þetta var alvarlegur glæpur og við væntum skilyrðislausrar samvinnu Rússa við að koma þeim ákærða fyrir dóm í Bretlandi. Við komum þessum sjónarhornum okkar sterklega á framfæri við rússneska sendiherrann þegar við töluðum við hann í morgun." sagði Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgun. Heimildarmaður Reuters á skrifstofu aðalsaksóknara í Rússlandi sagði í morgun, eftir að hafa heyrt af ákærunni í máli Litvinenko, að Andrei Lugovoy yrði alls ekki framseldur til Bretlands. „Samkvæmt klásúlu í stjórnarskrá Rússa er óheimilt að framselja rússneska ríkisborgara til annarra landa ef rétta á yfir þeim og Lugovoy virðist vera rússneskur ríkisborgari." sagði heimildarmaðurinn. „Rússar ættu að verða við ósk okkar um að framselja Andrei Lugovoy.“ sagði talsmaður skrifstofu forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, nú í morgun. Hann sagði jafnframt að þó svo að Bretland tengdist Rússlandi á efnahagslega og stjórnmálalega vegu ætti það engin áhrif að hafa á framsalsbeiðnina. „Þau tengsl eiga ekki að verða til þess að alþjóðalög verði virt að vettugi og við munum gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að farið verði eftir þeim í þessu máli.“ sagði hann enn frekar. Enn hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum í Rússlandi vegna málsins. Litvinenko á dánarbeði sínu.MYND/APLitvinenko, fyrrum KGB njósnari og harður gagnrýnandi Vladimirs Putins, forseta Rússlands, lést í nóvember síðastliðnum eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Ráðamenn í Moskvu hafa sagt ásakanirnar fáránlegar. Þær urðu til þess að samskipti Rússa og Breta kólnuðu talsvert. Fréttaskýrendur segja að ákæran í dag gæti orðið til þess að samskiptum þeirra gæti enn hrakað. Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Rússinn Andrei Lugovoy verður ákærður fyrir morðið á fyrrum njósnaranum Alexander Litvinenko. Saksóknari bresku krúnunnar skýrði frá þessu í morgun. „Í dag komst ég að þeirri niðurstöðu að sönnunargögnin sem lögreglan sendi okkur nægja til þess að ákæra Andrei Lugovoy fyrir að hafa eitrað fyrir og þannig myrt Alexander Litvinenko." sagði Ken MacDonald, ríkissaksóknari Bretlands, á fréttamannafundi. Lögregla við rannsókn á málinu í nóvember síðastliðnum.Breska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Rússlands í Bretlandi á sinn fund í morgun til þess að gera honum grein fyrir því að ætlast væri til þess að Rússar veittu fulla samvinnu í málinu. „Þetta var alvarlegur glæpur og við væntum skilyrðislausrar samvinnu Rússa við að koma þeim ákærða fyrir dóm í Bretlandi. Við komum þessum sjónarhornum okkar sterklega á framfæri við rússneska sendiherrann þegar við töluðum við hann í morgun." sagði Margaret Beckett, utanríkisráðherra Bretlands, í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í morgun. Heimildarmaður Reuters á skrifstofu aðalsaksóknara í Rússlandi sagði í morgun, eftir að hafa heyrt af ákærunni í máli Litvinenko, að Andrei Lugovoy yrði alls ekki framseldur til Bretlands. „Samkvæmt klásúlu í stjórnarskrá Rússa er óheimilt að framselja rússneska ríkisborgara til annarra landa ef rétta á yfir þeim og Lugovoy virðist vera rússneskur ríkisborgari." sagði heimildarmaðurinn. „Rússar ættu að verða við ósk okkar um að framselja Andrei Lugovoy.“ sagði talsmaður skrifstofu forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, nú í morgun. Hann sagði jafnframt að þó svo að Bretland tengdist Rússlandi á efnahagslega og stjórnmálalega vegu ætti það engin áhrif að hafa á framsalsbeiðnina. „Þau tengsl eiga ekki að verða til þess að alþjóðalög verði virt að vettugi og við munum gera allt sem í valdi okkar stendur til þess að farið verði eftir þeim í þessu máli.“ sagði hann enn frekar. Enn hefur ekkert heyrst frá stjórnvöldum í Rússlandi vegna málsins. Litvinenko á dánarbeði sínu.MYND/APLitvinenko, fyrrum KGB njósnari og harður gagnrýnandi Vladimirs Putins, forseta Rússlands, lést í nóvember síðastliðnum eftir að eitrað hafði verið fyrir honum með geislavirka efninu pólóníum 210. Á dánarbeði sínu gaf hann frá sér tilkynningu þar sem hann ásakaði Putin um að vera að baki ódæðinu. Ráðamenn í Moskvu hafa sagt ásakanirnar fáránlegar. Þær urðu til þess að samskipti Rússa og Breta kólnuðu talsvert. Fréttaskýrendur segja að ákæran í dag gæti orðið til þess að samskiptum þeirra gæti enn hrakað.
Erlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira