Erlent

Segist saklaus

Guðjón Helgason skrifar

Rússar ætla ekki að framselja fyrrverandi KGB mann sem Bretar ætla að ákæra fyrir morðið á njósnaranum Alexander Litvinenko. Sá ákærði segir pólitískar hvatir að baki málinu af hálfu Breta - hann hafi ekki myrt Litvinenko.

Alexander Litvinenko lést af völdum pólóníumeitrunar í lok nóvember í fyrra. Á dánarbeði sínu sagði þessi fyrrum KGB maður og starfsmaður öryggissveita Rússlands að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrirskipað morð sitt. Litvinenko leitaði hælis í Bretlandi 2000. Hann hafði gagnrýnt Pútín harðlega og sagt fyrrverandi samstarfsmenn sína ábyrga fyrir mörgum óhæfuverkum.

Bretar nú ákveðið að ákæra Andrei Lugovoj, fyrrverandi njósnari KGB og lykilvitni í málinu. Hann átti fund með Litvinenko á hóteli í Lundúnum daginn sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum. Ken MacDonald, saksóknari bresku krúnunnar, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann hefði fyrirskipað lögfræðingum sínum að krefja Rússa um framsal á Lugovoj svo hægt yrði að ákæra hann formlega fyrir morð og rétta yfir honum fyrir þennan alvarlega glæp.

Þegar þetta var ljóst höfuð bresk yfirvöld þegar samband við rússneska sendiherrann í Lundúnum. Margaret Beckett, utanríkisráðherra Breta, sem nú er stödd í Tokyo í Japan, sagði að Rússar hefðu verið hjálplegir við rannsókn málsins og nú vonaði hún að þeir yrðu jafn hjálplegir við ná réttlæti fram í málinu.

Bretar og Rússar hafa ekki gert með sér samning um framsal sakamanna. Rússar ætla ekki að framselja Lugovoj. Það samræmist ekki stjórnarskrá. Hafi Lugovoy gerst brotlegur skuli rétta yfir honum í Rússlandi.

Af þessu má ráða að pattastaða er komin málið. Nú síðdegis var svo haft eftir Lugovoj að hann hefði ekki átt neinn þátt í dauða Litvinenkos. Ákæra Breta væri lögð fram af pólitískum ástæðum og ekkert mark á henni takandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×