Innlent

Endurvinnsluátak í pappír

Aðeins 40% af dagblöðum, tímaritum og bæklingum sem borin eru í hús fara í endurvinnslu og næstum þriðjungur af heimilissorpinu er pappír. Hópur fyrirtækja hefur ákveðið að hefja átak til að hvetja almenning til endurvinnslu á pappír.

Það var endurvinnsluhugur í mönnum í dag. Sorpa og Fréttablaðið riðu á vaðið um hádegið og kynntu sameiginlegt endurvinnsluátak sem felst í því að blaðið mun birta reglulegar áminningar til lesenda um að skila blaðinu til Sorpu - eftir lestur. Um þrjúleytið kynntu svo Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, verslunarkeðjur, prentfyrirtæki og útgefendur dagblaða og tímarita átak í sama tilgangi. Merki átaksins, með áletruninni - Gott til endurvinnslu - verður sett á prentefni til að minna fólk á að skila blöðum til endurvinnslu í stað þess að henda þeim út með öðru rusli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×