Erlent

Vorar fyrr á norðurheimskauts- svæðinu

Danskir vísindamenn hafa komist að því að vorið er tveimur vikum fyrr á ferðinni á norðurheimskautssvæðinu en fyrir um áratugi síðan.

Ís á Norðaustur-Grænlandi bráðnar nú 14,6 dögum fyrr en fyrir um tíu árum síðan. Blómin taka við sér og fuglar verpa fyrr en áður.

Vísindamennirnir segja að þessar breytingar geti haft veruleg áhrif á lífríkið á þessum slóðum. Langtímalífslíkur sumra tegunda gætu minnkað og þær dáið út.

Það er fréttavefur BBC sem segir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×