Innlent

Sömdu við einkaaðila vegna biðraða

Langar biðraðir við leiktæki í Hljómskálagarðinum urðu til þess að borgin ákvað að semja við einkaaðila um að starfrækja leiktæki í Lækjargötu.

Fyrirtækið Hopp og Skopp sá um leiktæki í Lækjargötu á Sautjánda Júní en þrjúhundruð krónur kostaði í hvert tæki. Þau börn og foreldrar sem ekki vildu greiða uppsett verð gátu farið í tækin í Hljómskálagarðinum sem skátar reka fyrir borgina en þar eru hinsvegar mjög langar biðraðir.

Markús Guðmundsson framkvæmdastjóri Sautjánda júní segir að þetta hafi verið svona í fjögur ár en upphaflega hafi verið ákveðið að fara þessa leið þegar fólk kvartaði yfir of langri bið í tækin í Hljómskálagarðinum. Hann sagist ekki telja að börnum sé mismunað með þessu þar sem foreldrar og börn eigi val um að bíða í Hljómskálagarðinum eða borga í Lækjagötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×