Erlent

Umhverfisvænir bílar koma illa út úr öryggisprófunum

MYND/Vísir

Sænskir bílasérfræðingar greina frá því að 18 af hverjum 37 umhverfisvænum bílum uppfylla ekki lágmarks öryggiskröfur og koma illa út úr árekstarprófunum. Á sama tíma og ríkið ýtir undir kaup á umhverfisvænum bílum með skattafríðindum eru settar hömlur á bíla með sérstakan öryggisbúnað.

Skattur er settur á öryggisbúnað eins og innbyggða barnastóla, hraðaáminningu, beltisáminningu og annað sem sannað er að dregur úr hættu á slysum. Sérfræðingarnir hvetja til þess að umhverfis- og öryggisþættir séu sameinaðir við bílaframleiðslu og að öryggisbúnaður sé ekki álitinn munaðarvara við kaup á bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×