Erlent

Frakkland og Líbýa taka upp samvinnu á sviði hergagnaframleiðslu

Líbýa og Frakkland ætla sér að skrifa undir samstarfssamning varðandi framleiðslu á hergögnum á meðan heimsókn Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, stendur yfir.

Sarkozy er sem stendur í opinberri heimsókn í landinu og mun ræða málin við Muamar Gaddafi, forseta Líbýu. Heimsóknin er talin merki um aukin tengsl Evrópu og Líbýu í kjölfar lausnar deilunnar um heilbrigðisstarfsmennina sex sem sakaðir voru um að smita fleiri en 400 börn af HIV/AIDS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×