Tónlist

Sgt. Pepper fertug

Sgt Peppers Lonely Hearts Club Band
Sgt Peppers Lonely Hearts Club Band

Í dag eru fjörutíu ár síðan hljómplatan Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band kom út. Platan, sem kom upprunalega út á vínyl, var áttunda plata The Beatles og er af flestum talin hafa markað tímamót í efnisvali og hljóðritunartækni poppsins.

Ólíkt fyrri plötum með nýjum lögum eftir Lennon, McCartney og Harrison hafði platan yfir sér heildarsvip, en þar voru í bland lög sem vísuðu til fornra tíma og nýrri vandamála ungra sem aldinna. Platan var var miklum mun lengur í vinnslu en fyrri verk The Beatles, tók marga mánuði, sem réðst af því að margrása tæknin sem var enn í bernsku var notuð til hins ítrasta af George Martin og Geoff Emerick í Abbey Road-hljóðverinu.

Keimlíkar tilraunir var verið að vinna víðar á vegum hljómsveita á borð við Rolling Stones, Kinks og Beach Boys. Sagan hefur dæmt Bítlunum vinninginn. Platan var heillengi á vinsældalistum og er ótvírætt eitt áhrifamesta safn dægurlaga sem kom út á seinni helmingi síðustu aldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.