Sgt. Pepper fertug 1. júní 2007 08:45 Sgt Peppers Lonely Hearts Club Band Í dag eru fjörutíu ár síðan hljómplatan Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band kom út. Platan, sem kom upprunalega út á vínyl, var áttunda plata The Beatles og er af flestum talin hafa markað tímamót í efnisvali og hljóðritunartækni poppsins. Ólíkt fyrri plötum með nýjum lögum eftir Lennon, McCartney og Harrison hafði platan yfir sér heildarsvip, en þar voru í bland lög sem vísuðu til fornra tíma og nýrri vandamála ungra sem aldinna. Platan var var miklum mun lengur í vinnslu en fyrri verk The Beatles, tók marga mánuði, sem réðst af því að margrása tæknin sem var enn í bernsku var notuð til hins ítrasta af George Martin og Geoff Emerick í Abbey Road-hljóðverinu. Keimlíkar tilraunir var verið að vinna víðar á vegum hljómsveita á borð við Rolling Stones, Kinks og Beach Boys. Sagan hefur dæmt Bítlunum vinninginn. Platan var heillengi á vinsældalistum og er ótvírætt eitt áhrifamesta safn dægurlaga sem kom út á seinni helmingi síðustu aldar. Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Í dag eru fjörutíu ár síðan hljómplatan Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band kom út. Platan, sem kom upprunalega út á vínyl, var áttunda plata The Beatles og er af flestum talin hafa markað tímamót í efnisvali og hljóðritunartækni poppsins. Ólíkt fyrri plötum með nýjum lögum eftir Lennon, McCartney og Harrison hafði platan yfir sér heildarsvip, en þar voru í bland lög sem vísuðu til fornra tíma og nýrri vandamála ungra sem aldinna. Platan var var miklum mun lengur í vinnslu en fyrri verk The Beatles, tók marga mánuði, sem réðst af því að margrása tæknin sem var enn í bernsku var notuð til hins ítrasta af George Martin og Geoff Emerick í Abbey Road-hljóðverinu. Keimlíkar tilraunir var verið að vinna víðar á vegum hljómsveita á borð við Rolling Stones, Kinks og Beach Boys. Sagan hefur dæmt Bítlunum vinninginn. Platan var heillengi á vinsældalistum og er ótvírætt eitt áhrifamesta safn dægurlaga sem kom út á seinni helmingi síðustu aldar.
Mest lesið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið „Litagleðin er að springa út“ Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira