Tónlist

Íslendingar spila á Spot

Tónlistarmaðurinn Helgi Hrafn Jónsson spilar á tónlistarhátíðínni Spot í byrjun júní.
Tónlistarmaðurinn Helgi Hrafn Jónsson spilar á tónlistarhátíðínni Spot í byrjun júní.

Pétur Ben, Helgi Hrafn Jónsson og hljómsveitin Reykjavík! koma fram á tónlistarhátíðinni Spot sem verður haldin í Árósum í Danmörku um helgina. Um eitt hundrað hljómsveitir og tónlistarmenn troða upp á hátíðinni, auk þess sem ráðstefnur verða haldnar um stöðu tónlistarheimsins í dag.

Pétur Ben og Reykjavík! halda eina tónleika í dag en Helgi Hrafn, sem gaf árið 2005 út fyrstu sólóplötu sína, Glóandi, spilar bæði í dag og á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.