Innlent

Bifhjólamenn mótmæla slysa- og dauðagildru

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Bifhjólafólk mótmælir vegriði sem sett hefur verið upp á Suðurlandsvegi við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun. Bifhjólasamtök lýðveldisins telja að vegriðið sé slysa- og dauðagildra; “Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvað gerist ef bifhjólamaður dettur á vegriðið sem sker sig í gegnum bifreiðar sem á því skella,” segir í tilkynningu frá samtökunum. Bifhjólamenn munu fjölmenna í Svínahrauni kl. 16.45 á sunnudag og mótmæla víravegriðinu. Þau munu raða sér upp meðfram því og loka vinstri akrein Suðurlandsvegar fyrir bifreiðum á leið suður. “Fólk er hvatt til að mæta með mótmælaspjöld og sýna þannig svart á hvítu að við líðum það ekki að skattpeningum okkar sé varið í að gera vegakerfið hættulegt bifhjólafólki sem og öðrum ökumönnum.” Mótmælin eru framkvæmd í samvinnu við lögregluna á Selfossi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×