Innlent

Vill ekki í stríð við unga fólkið

Skotárás á bíl lögreglumanns á Blönduósi í lok desember er óupplýst en í síðustu viku játuðu hins vegar tveir ungir menn að hafa sprengt heimatilbúna sprengju við heimili annars lögreglumanns sem býr á Skagaströnd. Sýslumaðurinn á Blönduósi vill vinna með unga fólkinu á staðnum en ekki fara í stríð við það.

Blönduóslögreglan er þekkt fyrir framgöngu sína í hraðakstursmálum á þjóðveginum í hennar umdæmi. Nýverið hafa átt sér tvö tilvik þar sem ráðist var á eigur lögreglumanna. Hinn 12. febrúar síðast liðinn var sprengd heimatilbúin sprengja í yfirbyggðu og hurðalausu skoti við inngang heimilis lögreglumanns í Blönduós lögreglunni sem býr á Skagaströnd. Sprengjan var búin til úr púðri úr flugeldum og var lögreglumaðurinn heima þegar sprengjan sprakk.

Hins vegar er enn óupplýst skotárás á einkabíl annars lögreglumanns á Blönduósi. En skotið var úr riffli eða skammbyssu´í gegnum eina bílrúðuna hinn 30. desember síðast liðinn. Ungu mennirnir sem játuðu á sig sprenginguna, kannast hins vegar ekki við skotárásina. Þeir eru báðir innan við tvítugt og hafa báðir nýverið verið sviftir ökuréttindum fyrir glannaakstur. Sýslumaðurinn vill ekki meina að þeir sem teknir eru fyrir of hraðan akstur kenni lögreglunni um brot sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×