Kvikmyndinni The Last King of Scotland var fagnað gífurlega við frumsýningu í Uganda í gær. Myndin er frá valdatíð einræðisherrans Idi Amins í landinu og er tekin að mestu leiti í höfuðborginni Kampala. Bandaríski leikarinn Forest Whitaker er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni.
Honum og öðru starfsfólki myndarinnar var fagnað með kertaljósum og trumbuslætti þegar þau mættu til frumsýningarinnar í stærsta kvikmyndahúsi Kampala.