Erlent

Konum verður greitt fyrir egg

Frjóvgun eggs.
Frjóvgun eggs. MYND/Netið
Breskar konur munu fá sem nemur rúmlega þrjátíu þúsundum íslenskra króna fyrir að gefa egg í þágu vísinda. Ákvörðunin markar þáttaskil í Bretlandi og mun verða bakslag fyrir leiðandi aðila í lyfjaheiminum. Í breska dagblaðinu Guardian kemur fram að nú sé sjúkrastofum leyfilegt að taka við eggjum í þágu vísinda nema þau séu auka afurð af gervifrjóvgun eða ófrjósemisaðgerð. Þeir sem styðja breytinguna segja það hafa leitt til skorts á eggjum til vísindarannsókna. Búist er við að frjóvgunar-og fósturfræði armur heilbrigðisyfirvalda samþykki stefnuna þegar hann kemur saman næstkomandi miðvikudag. Þau munu færa rök fyrir því að með því að leyfa konum að gefa eggin í vísindaskyni muni það hjálpa vísindamönnum sem þróa stofnfrumur að finna lækningu fyrir ýmsum sjúkdómum, eins og hjartasjúkdómum, ófrjósemi, sykursýki, Alzheimers og Parkinsons sjúkdómum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×