Innlent

Kirkjan harmar fyrirhugaða klámráðstefnu

Þjóðkirkjan og Prestafélag Íslands harma fyrirhugaða klámráðstefnu.
Þjóðkirkjan og Prestafélag Íslands harma fyrirhugaða klámráðstefnu. MYND/Hrönn Axelsdóttir

Fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda á Íslandi er harkaleg áminning til þjóðarinnar að halda vöku sinni og taka höndum saman gegn klámi. Þetta segir í yfirlýsingu frá Karli Sigurbjörnssyni biskupi og Ólafi Jóhannessyni formanni Prestafélags Íslands.

Þeir harma að hópur klámframleiðenda hyggist halda fund hér á landi í tengslum við vinnu sína.

Þá fagna þeir því að ráðamenn hafi brugðist við og sett af stað rannsókn og hvetja til að leitað verði allra leiða til að koma í veg fyrir ráðstefnuna.

"Við hvetjum íslensku þjóðina til að standa saman gegn því að landið okkar verði leiksvið klámmynda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×