Innlent

Orkuveitan selji hluti í REI upp að því marki sem hún setti í fyrirtækið

Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, vill að Orkuveita Reykjavíkur selji hluti í Reykjavik Energy Invest upp að því marki sem hún setti upphaflega í fyrirtækið. Hann segir að einnig sé ljóst að setja þurfi lög um aðskilnað veitustarfsemi frá samkeppnismarkaði.

Björn Ingi var í Kína að skrifa undir samkomulag á vegum Faxaflóahafna við Tsingtao borg, en var reyndar mestan tímann í símanum heim á meðan deilur um málefni Reykjavik Energy Invest voru að sjóða upp úr. Þar er Björn Ingi stjórnarmaður.

Björn Ingi segist taka gagnrýni á málsmeðferina nærri sér en að til lengri tíma þurfi að setja lög um veitustarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×