Erlent

Kviðdómendur lentu í óhappi í París

Fréttamenn, ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn fjölmenntu á Vendome torgi áður en kviðdómendurnir yfirgáfu Ritz hótelið.
Fréttamenn, ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn fjölmenntu á Vendome torgi áður en kviðdómendurnir yfirgáfu Ritz hótelið. MYND/AFP

Rúta kviðdómenda í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu af Wales lenti í óhappi fyrir utan Ritz hótelið í París í dag. Hópur fréttamanna horfði á rútuna keyra á steypustólpa þegar hún ók upp að hótelinu með þeim afleiðingum að hvellsprakk. Ekki tók langan tíma að skipta um dekk og hópurinn gat haldið áfram að fara yfir síðustu stundirnar í lífi prinsessunnar og ástmanns hennar Dodi Fayed.

Réttarrannsóknin hófst í síðustu viku og mun standa næstu sex mánuði.

Fréttastofa Sky segir áætlun hópsins hafa raskast en hann hafi þegar verið á eftir áætlun vegna tafa sem hann varð fyrir af völdum þoku í London. Hópurinn er nú kominn aftur á hótelið eftir að fylgja bílferðinni örlagaríku þegar Díana og Dodi lentu í árekstri í Alma göngunum.


Tengdar fréttir

Réttarrannsókn á láti Díönu prinsessu

Meira en 10 árum eftir að Díana prinsessa lést í bílslysi í París hefur réttarrannsókn loks hafist á því hvað gerðist kvöldið örlagaríka þegar hún og ástmaður hennar Dodi Al Fayed létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×