Innlent

Ákvörðun Ólafs veltur á stuðningi þjóðarinnar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að það hvort hann hafi stuðning þjóðarinnar til að sinna forsetaembættinu eins og hann hefur gert hingað til muni hafa áhrif á það hvort hann bjóði sig fram til endurkjörs á næsta ári.

Ólafur Ragnar verið á stöðugum ferðalögum undanfarnar vikur. Hann er nú í Kína en þangað fór hann í einkaflugvél frá Glitni, sem forsetaembættið segir að hafi verið eina leiðin til að komast frá setningu Alþingis síðdegis á mánudag til Sjanghæ á þriðjudagsmorgni til fundar við forseta Kína.

Hver fundurinn með kínverskum embættismönnum hefur rekið annan undanfarna daga og nú er Ólafur Ragnar að skoða jarðhitaverkefni.

Ólafur Ragnar segist hafa djúpa sannfæringu fyrir því að þessi ferðalög til stuðnings margvíslegum verkefnum á sviði viðskipta og menningar séu þjóðinni til framdráttar og þannig vilji hann sinna embættinu. Kjörtímabil hans rennur út á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×