Íslandshreyfingin með fimm prósent 25. mars 2007 01:30 „Þetta eru ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 5,0 prósent segjast myndu kjósa hreyfinguna og gæti hún því fengið þrjá þingmenn kjörna. „Íslandshreyfingin er rétt að fara af stað og ég vona að þetta gefi tóninn fyrir áframhaldið.“ Frjálslyndi flokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og segjast nú 4,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því er ólíklegt að flokkurinn fengi nokkurn þingmann kjörinn. „Mér finnst fylgistapið óásættanlegt og sýnir að við þurfum að fara á fullt með kosningabaráttuna okkar, sem er ekki hafin að neinu marki enn,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Fylgi Samfylkingar eykst aðeins frá síðustu könnun blaðsins og segjast nú 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn, sem gæfi um fjórtán þingmenn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist treysta þjóðinni til að velja skynsamlega í vor. „Margir eru óákveðnir enn, en Samfylkingin er að mjakast upp, sem er í takt við það sem við höfum fundið.“ Vinstri græn missa svolítið fylgi nú og segjast 23,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir niðurstöðuna eins og við hafi verið að búast. „Nýja framboðið var kynnt í vikunni og fékk mikla athygli, svo það kemur ekki á óvart að það komist á blað. Það er hins vegar ekki hægt að segja að það fylgi því mikil sveifla, því bæði Frjálslyndir og Íslandshreyfingin eiga það á hættu að fá engan mann kjörinn.“ Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar einnig lítillega og segist 36,1 prósent myndu kjósa flokkinn nú, sem gæfi flokknum 24 þingmenn. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður segir niðurstöðuna sýna að flokksmenn þurfi að herða sig enn frekar, þrátt fyrir að vera á góðu róli. Fylgi Framsóknarflokks stendur í stað og segjast nú 9,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir könnunina lofa góðu fyrir framsóknarmenn. „Við erum álíka stórir og við vorum mánuði fyrir síðustu kostningar og við næstum því tvöfölduðum það fylgi. Stóru fréttirnar í þessu eru náttúrlega þær að enn er þessi mikla athafnaríkisstjórn fallin sem hefur setið að völdum á Íslandi. Það eru stórtíðindi.“ Kosningar 2007 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
„Þetta eru ánægjulegar niðurstöður,“ segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. 5,0 prósent segjast myndu kjósa hreyfinguna og gæti hún því fengið þrjá þingmenn kjörna. „Íslandshreyfingin er rétt að fara af stað og ég vona að þetta gefi tóninn fyrir áframhaldið.“ Frjálslyndi flokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og segjast nú 4,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því er ólíklegt að flokkurinn fengi nokkurn þingmann kjörinn. „Mér finnst fylgistapið óásættanlegt og sýnir að við þurfum að fara á fullt með kosningabaráttuna okkar, sem er ekki hafin að neinu marki enn,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Fylgi Samfylkingar eykst aðeins frá síðustu könnun blaðsins og segjast nú 21,0 prósent myndu kjósa flokkinn, sem gæfi um fjórtán þingmenn. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segist treysta þjóðinni til að velja skynsamlega í vor. „Margir eru óákveðnir enn, en Samfylkingin er að mjakast upp, sem er í takt við það sem við höfum fundið.“ Vinstri græn missa svolítið fylgi nú og segjast 23,3 prósent myndu kjósa flokkinn. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir niðurstöðuna eins og við hafi verið að búast. „Nýja framboðið var kynnt í vikunni og fékk mikla athygli, svo það kemur ekki á óvart að það komist á blað. Það er hins vegar ekki hægt að segja að það fylgi því mikil sveifla, því bæði Frjálslyndir og Íslandshreyfingin eiga það á hættu að fá engan mann kjörinn.“ Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar einnig lítillega og segist 36,1 prósent myndu kjósa flokkinn nú, sem gæfi flokknum 24 þingmenn. Arnbjörg Sveinsdóttir þingflokksformaður segir niðurstöðuna sýna að flokksmenn þurfi að herða sig enn frekar, þrátt fyrir að vera á góðu róli. Fylgi Framsóknarflokks stendur í stað og segjast nú 9,4 prósent myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt því yrðu framsóknarþingmennirnir sex. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir könnunina lofa góðu fyrir framsóknarmenn. „Við erum álíka stórir og við vorum mánuði fyrir síðustu kostningar og við næstum því tvöfölduðum það fylgi. Stóru fréttirnar í þessu eru náttúrlega þær að enn er þessi mikla athafnaríkisstjórn fallin sem hefur setið að völdum á Íslandi. Það eru stórtíðindi.“
Kosningar 2007 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira