Erlent

Öflugir jarðskjálftar undan strönd Japans

Að minnsta kosti einn týndi lífi og 160 slösuðust í öflugum jarðskjálfta sem varð undan vesturstönd Honshu-eyju í Japan í nótt. Skjálftin mældist 7,1 á richter.

Upptök skjálftans voru um 300 kílómetrum norð vestur af Tokyo. Hann fannst greinilega í höfuðborginni. Nokkrir öflugir eftirskjálftar hafa orðið síðan. Flóðbylgjuviðvörun var þegar gefin út eftir fyrsta skjálftann og fólk hvatt til að færa sig frá strandsvæðum. Viðvörun var afturköllu skömmu síðar þar sem flóðbylgjur þær sem skullu á strönd Honshu-eyju voru ekki hærri en um 50 cm.

Töluverðar skemmdir urðu á húsum sem léku á reiði skjálfi og hafa þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín. Vitað er að ein kona hafi týnt lífi í skjálftanum og 160 slasast, sumir alvarlega. Flestir slösuðu fengu lausa hluti ofan á sig í skjálftanum.

Þúsund manns taka nú þátt í hreinsunarstarfi.

Tveir skjálftar sem mældust 7,2 og 6 á richter urðu einnig í nótt nærri Vanuatu eyjaklasanum í Suður-Kyrrahafi. Ekki hefar borist fregnir af slysum eða miklum skemmdum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×