Yngsti vímuefnaneytandinn átta ára 10. mars 2007 09:15 Götusmiðjan er nú á undanþágu frá heilbrigðiseftirlitinu vegna lélegs húsakosts. Hér sjást Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnastofu, til vinstri, og Mummi, til hægri, huga að húsnæðismálum smiðjunnar. Ungmenni sem dvöldu í Götusmiðjunni á síðasta ári voru allt niður í tíu ára þegar þau hófu að neyta vímuefna. Yngsti aldur er neysla hófst var átta ár. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Götusmiðjunnar fyrir árið 2006. Guðmundur Týr Þórarinsson, Mummi í Götusmiðjunni, segir síðasta ár hafa einkennst af erfiðleikum varðandi fjármál, starfsmannamál og húsnæðismál. „Húsakosturinn á Akurhóli er kominn í niðurníðslu, þök leka, svo og lagnir og gluggar, sem eru bæði fúnir og jafnvel óopnanlegir. Starfsemin hefur verið á undanþágu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá árinu 2005. Mjög erfitt er að fá hæft fagfólk til að starfa á þessu landssvæði og svo er ímynd þess hóps sem Götusmiðjan vinnur með oft neikvæð, sem vissulega hefur þó lagast.“ Varðandi fjárhagsvandann segir Mummi að það þreyti starfsemina að þurfa að útvega 20 prósent af rekstrarkostnaði árlega með því að afla styrkja og vera með fjársafnanir til að halda Götusmiðjunni gangandi. Hann bendir á mikilvægi þess að meðferðin beri árangur í fyrsta skipti, því rannsóknir sýni að því oftar sem fólk fari í meðferð, þeim mun vonlausara verði það um að ná árangri til frambúðar. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að til athugunar væri að Götusmiðjan fengi húsnæðið að Efri-Brú, sem nú stendur autt. Mummi kveðst sjálfur fremur horfa til Arnarholts á Kjalarnesi, sem einnig stendur autt. Hann telur að með þeirri ráðstöfun sé auðveldara að fá hæft fagfólk, því stutt sé að sækja vinnu þangað frá höfuðborgarsvæðinu. Stöðugildi Götusmiðjunnar eru nú 14 talsins og dreifast þau á 17 starfsmenn. Mummi leggur áherslu á að starfsandi sé með ágætum í smiðjunni, enda byggi meðferðin á hugmyndafræði þar sem áhersla sé lögð á ræktun jákvæðra tilfinninga og því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Aldrei hafi komið upp líkamleg ofbeldisverk milli ungmennanna og starfsfólks frá stofnun smiðjunnar. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Ungmenni sem dvöldu í Götusmiðjunni á síðasta ári voru allt niður í tíu ára þegar þau hófu að neyta vímuefna. Yngsti aldur er neysla hófst var átta ár. Þetta kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Götusmiðjunnar fyrir árið 2006. Guðmundur Týr Þórarinsson, Mummi í Götusmiðjunni, segir síðasta ár hafa einkennst af erfiðleikum varðandi fjármál, starfsmannamál og húsnæðismál. „Húsakosturinn á Akurhóli er kominn í niðurníðslu, þök leka, svo og lagnir og gluggar, sem eru bæði fúnir og jafnvel óopnanlegir. Starfsemin hefur verið á undanþágu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands frá árinu 2005. Mjög erfitt er að fá hæft fagfólk til að starfa á þessu landssvæði og svo er ímynd þess hóps sem Götusmiðjan vinnur með oft neikvæð, sem vissulega hefur þó lagast.“ Varðandi fjárhagsvandann segir Mummi að það þreyti starfsemina að þurfa að útvega 20 prósent af rekstrarkostnaði árlega með því að afla styrkja og vera með fjársafnanir til að halda Götusmiðjunni gangandi. Hann bendir á mikilvægi þess að meðferðin beri árangur í fyrsta skipti, því rannsóknir sýni að því oftar sem fólk fari í meðferð, þeim mun vonlausara verði það um að ná árangri til frambúðar. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að til athugunar væri að Götusmiðjan fengi húsnæðið að Efri-Brú, sem nú stendur autt. Mummi kveðst sjálfur fremur horfa til Arnarholts á Kjalarnesi, sem einnig stendur autt. Hann telur að með þeirri ráðstöfun sé auðveldara að fá hæft fagfólk, því stutt sé að sækja vinnu þangað frá höfuðborgarsvæðinu. Stöðugildi Götusmiðjunnar eru nú 14 talsins og dreifast þau á 17 starfsmenn. Mummi leggur áherslu á að starfsandi sé með ágætum í smiðjunni, enda byggi meðferðin á hugmyndafræði þar sem áhersla sé lögð á ræktun jákvæðra tilfinninga og því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Aldrei hafi komið upp líkamleg ofbeldisverk milli ungmennanna og starfsfólks frá stofnun smiðjunnar.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira