Erlent

Rússar rannsaka PwC

Höfuðstöðvar PwC í Moskvu.
Höfuðstöðvar PwC í Moskvu. MYND/AFP
Rússneskir rannsóknarmenn réðust í gær inn á skrifstofur PriceWaterhouseCoopers (PwC) í Moskvu. Þeir segjast hafa verið að leita að gögnum sem að styðja við rannsóknina í máli gegn þeim en PwC er sakað um að hafa skrifað upp á falsaða reikninga og uppgjör fyrir Yukos, fyrrum rússneskan olíurisa, sem nú er gjalþrota.

20 menn frá saksóknara og innanríkisráðuneytinu fór inn á skrifstofur PwC og leituðu að öllu sem þeir fundu er tengist PwC. Yfirmenn fyrirtækisins voru einnig yfirheyrðir. Á sama tíma skýrði saksóknari frá því að hann hyggðist rannsaka hugsanleg skattsvik PwC í Rússlandi.

PwC neitar öllum ásökunum í málinu. Þeir segja þetta vera tilraun til þess að fá sig til þess að styðja við málflutning stjórnvalda gegn Mikhail Khordokovsky, fyrrum forstjóra Yukos, en hann sætir nú nýrri rannsókn sem gæti haldið honum í fangelsi í tíu ár í viðbót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×