Innlent

Rafrænum skilríkjum dreift í haust

Meirihluti landsmanna verður kominn með rafræn skilríki í seðlaveskið á næsta ári. Þau ættu að einfalda fólki lífið og auka öryggi barna og unglinga sem vilja spjalla saman á netinu.

Þeir sem nota netið til flestra hluta - þekkja öll þau ógrynni notendanafna og lykilorða sem þarf að vista á góðum stað - helst í hausnum - til að geta sinnt sínum erindum á netinu. Til að létta af fólki þessari kvöð hafa bankarnir og stjórnvöld ákveðið að hefja útgáfu á rafrænum skilríkjum með örflögu sem innihalda ýmar upplýsingar um eigandann. Byrjað verður að dreifa þeim í haust. Fjármálaráðherra er handhafi fyrsta skilríkisins og prófaði það á upplýsingatæknideginum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×