Innlent

Engin kona í yfirstjórn Byrs

Þótt konur séu áttatíu prósent starfsmanna Byrs skipar engin kona tólf manna yfirstjórn þessa nýjasta og stærsta sparisjóðs landsins.

Þegar menn mæta í afgreiðslu sparisjóðsins eru það nánast eingöngu konur sem sjást sinna viðskiptavinunum. Þótt konur séu þannig andlit sparisjóðsins sér þess ekki merki í yfirstjórninni en Byr varð til fyrr á árinu með sameiningu sparisjóða Hafnarfjarðar og vélstjóra og sparisjóður Kópavogs hefur síðan bæst inn.

Enda var hann heldur einlitur stjórnendahópurinn, sem ræddi saman að loknum fundi stofnfjáreigenda í morgun, þar sem ákveðið var að taka sparisjóð Norðlendinga inn í hópinn. Í fjögurra manna stjórn Byrs eru fjórir karlar. Sparisjóðsstjórar eru tveir karlar og allir framkvæmdastjórarnir sex eru karlar. Engin kona er í þessum þremur efstu lögum stjórnenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×