Innlent

Hjólamótmælum ekki sérstaklega beint gegn stóriðju

Hjólamótmælin í miðborginni í gær sem greint var frá á Vísi og Stöð 2 voru ekki runnin undan rifjum Saving Iceland samtakanna eins og haldið var fram. Um var að ræða viðburð sem kallaður er „Keðjuverkun" eða „Critical Mass" og snýst um að hjólreiðafólk geri sig sýnilegt á götum úti, meðal annars til að stuðla að bættri umferðarmenningu.

Það var reiðhjólagengið Ræbbblarnir sem auglýsti og skipulagði viðburðinn í gær sem hafði þannig ekkert sérstaklega með baráttu „Saving Iceland" gegn stóriðju á Íslandi að gera. Í tilkynningu frá Ræbbblunum segir að „Keðjuverkun" sé lauslega miðstýrt fyrirbæri „Þar sem hver hjólar að vissu leyti á sínum eigin forsendum."

Hér má fræðast nánar um Ræbbblana og „Critical Mass"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×