Þriggja manna leitað Guðjón Helgason skrifar 30. júní 2007 12:21 Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. Það var í fyrrinótt sem fyrri sprengjan fannst í bíl nærri vinsælum næturklúbb og sú síðari fannst nokkrum klukkustundum síðar í bíl í bílageymslu undir Hyde garði skammt frá klúbbnum. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC greinir frá því að breska lögreglan hafi hrundið af stað umfangsmikilli leit. Haft er eftir heimildarmönnum úr bandaríska stjórnkerfinu að breska lögregla viti hverjir mennirnir séu - þeir búi í Birmingham og næsta nágrenni. Breskir miðlar fara þó af meiri varfærni í málið er leggja ekki fullan trúnað í fréttir NBC. Lundúnalögreglan hefur varið síðasta sólahring í að skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Breskir og bandarískir miðlar hafa eftir heimildarmönnum að skýr mynd hafi fundist á upptökum af einum mannanna - þeim sem lagði silfurgráum Mercedez Benz, hlöðnum bensíni, gashylkjum og nöglum, nærri næturklúbbnum Tiger Tiger. Samskonar búnaður fannst í seinni bílnum, bláum Benz. Ábending um hann barst þegar megna bensínlykt tók að leggja frá honum. Bílinn hafði verið dreginn í bílageymsluna þar sem honum hafði verið lagt ólöglega skammt frá. Öryggissérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að málið tengist al Kaída hryðjuverkasamtökunum en það sé vani liðsmanna þeirra að koma fyrir tveimur sprengjum á afmörkuðu svæði. Eftirlit hefur verið hert í Lundúnum og öryggisgæsla á stórviðburðum hert til muna. Í borginni í dag verður árleg gleðiganga samkynhneigðra haldin og á morgun verða minningartónleikar um Díönu prinsessu á Wembley leikvanginum. Þess fyrir utan beinast augu margra íþróttaunnenda að Wimbledon tennismótinu sem stendur nú sem hæst. Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. Það var í fyrrinótt sem fyrri sprengjan fannst í bíl nærri vinsælum næturklúbb og sú síðari fannst nokkrum klukkustundum síðar í bíl í bílageymslu undir Hyde garði skammt frá klúbbnum. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC greinir frá því að breska lögreglan hafi hrundið af stað umfangsmikilli leit. Haft er eftir heimildarmönnum úr bandaríska stjórnkerfinu að breska lögregla viti hverjir mennirnir séu - þeir búi í Birmingham og næsta nágrenni. Breskir miðlar fara þó af meiri varfærni í málið er leggja ekki fullan trúnað í fréttir NBC. Lundúnalögreglan hefur varið síðasta sólahring í að skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Breskir og bandarískir miðlar hafa eftir heimildarmönnum að skýr mynd hafi fundist á upptökum af einum mannanna - þeim sem lagði silfurgráum Mercedez Benz, hlöðnum bensíni, gashylkjum og nöglum, nærri næturklúbbnum Tiger Tiger. Samskonar búnaður fannst í seinni bílnum, bláum Benz. Ábending um hann barst þegar megna bensínlykt tók að leggja frá honum. Bílinn hafði verið dreginn í bílageymsluna þar sem honum hafði verið lagt ólöglega skammt frá. Öryggissérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að málið tengist al Kaída hryðjuverkasamtökunum en það sé vani liðsmanna þeirra að koma fyrir tveimur sprengjum á afmörkuðu svæði. Eftirlit hefur verið hert í Lundúnum og öryggisgæsla á stórviðburðum hert til muna. Í borginni í dag verður árleg gleðiganga samkynhneigðra haldin og á morgun verða minningartónleikar um Díönu prinsessu á Wembley leikvanginum. Þess fyrir utan beinast augu margra íþróttaunnenda að Wimbledon tennismótinu sem stendur nú sem hæst.
Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira