Þriggja manna leitað Guðjón Helgason skrifar 30. júní 2007 12:21 Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. Það var í fyrrinótt sem fyrri sprengjan fannst í bíl nærri vinsælum næturklúbb og sú síðari fannst nokkrum klukkustundum síðar í bíl í bílageymslu undir Hyde garði skammt frá klúbbnum. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC greinir frá því að breska lögreglan hafi hrundið af stað umfangsmikilli leit. Haft er eftir heimildarmönnum úr bandaríska stjórnkerfinu að breska lögregla viti hverjir mennirnir séu - þeir búi í Birmingham og næsta nágrenni. Breskir miðlar fara þó af meiri varfærni í málið er leggja ekki fullan trúnað í fréttir NBC. Lundúnalögreglan hefur varið síðasta sólahring í að skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Breskir og bandarískir miðlar hafa eftir heimildarmönnum að skýr mynd hafi fundist á upptökum af einum mannanna - þeim sem lagði silfurgráum Mercedez Benz, hlöðnum bensíni, gashylkjum og nöglum, nærri næturklúbbnum Tiger Tiger. Samskonar búnaður fannst í seinni bílnum, bláum Benz. Ábending um hann barst þegar megna bensínlykt tók að leggja frá honum. Bílinn hafði verið dreginn í bílageymsluna þar sem honum hafði verið lagt ólöglega skammt frá. Öryggissérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að málið tengist al Kaída hryðjuverkasamtökunum en það sé vani liðsmanna þeirra að koma fyrir tveimur sprengjum á afmörkuðu svæði. Eftirlit hefur verið hert í Lundúnum og öryggisgæsla á stórviðburðum hert til muna. Í borginni í dag verður árleg gleðiganga samkynhneigðra haldin og á morgun verða minningartónleikar um Díönu prinsessu á Wembley leikvanginum. Þess fyrir utan beinast augu margra íþróttaunnenda að Wimbledon tennismótinu sem stendur nú sem hæst. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. Það var í fyrrinótt sem fyrri sprengjan fannst í bíl nærri vinsælum næturklúbb og sú síðari fannst nokkrum klukkustundum síðar í bíl í bílageymslu undir Hyde garði skammt frá klúbbnum. Fréttastofa bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC greinir frá því að breska lögreglan hafi hrundið af stað umfangsmikilli leit. Haft er eftir heimildarmönnum úr bandaríska stjórnkerfinu að breska lögregla viti hverjir mennirnir séu - þeir búi í Birmingham og næsta nágrenni. Breskir miðlar fara þó af meiri varfærni í málið er leggja ekki fullan trúnað í fréttir NBC. Lundúnalögreglan hefur varið síðasta sólahring í að skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Breskir og bandarískir miðlar hafa eftir heimildarmönnum að skýr mynd hafi fundist á upptökum af einum mannanna - þeim sem lagði silfurgráum Mercedez Benz, hlöðnum bensíni, gashylkjum og nöglum, nærri næturklúbbnum Tiger Tiger. Samskonar búnaður fannst í seinni bílnum, bláum Benz. Ábending um hann barst þegar megna bensínlykt tók að leggja frá honum. Bílinn hafði verið dreginn í bílageymsluna þar sem honum hafði verið lagt ólöglega skammt frá. Öryggissérfræðingar segja ekki hægt að útiloka að málið tengist al Kaída hryðjuverkasamtökunum en það sé vani liðsmanna þeirra að koma fyrir tveimur sprengjum á afmörkuðu svæði. Eftirlit hefur verið hert í Lundúnum og öryggisgæsla á stórviðburðum hert til muna. Í borginni í dag verður árleg gleðiganga samkynhneigðra haldin og á morgun verða minningartónleikar um Díönu prinsessu á Wembley leikvanginum. Þess fyrir utan beinast augu margra íþróttaunnenda að Wimbledon tennismótinu sem stendur nú sem hæst.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira