Erlent

Sólböð tryggja ekki D-vítamín

Sú títtnefnda kenning að sólböð tryggi nægilegt magn D-vítamíns í mannslíkamanum hefur verið vefengd eftir rannsókn á vegum Háskólans í Wisconsin. Hingað til hefur sólleysi borið ofarlega á blað yfir meinta sökudólga D-vítamínskorts. Hópur vísindamanna frá háskólanum hélt til sólarstranda Hawaii og mældi D-vítamínmagn í 93 eyjaskeggjum. Hver þeirra eyddi að meðaltali 22,4 klukkustundum á viku berskaldaður undir geislum sólar. Mælingarnar leiddu í ljós að yfir helmingur hinna rannsökuðu þjáðist af D-vítamínskorti þrátt fyrir sólböðin. Þetta kemur fram á vef Reuters.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×