Reykingabann tekur gildi á Englandi Guðjón Helgason skrifar 30. júní 2007 19:32 Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. Bann tók gildi í Skotlandi í mars í fyrra og á Norður-Írlandi og í Wales í apríl síðastliðnum. Sérfróðir segja bannið hafa slæm áhrif á breska menningu sem og fjölþjóðlega víða á Bretlandseyjum. Bannið taki einnig til staða þar sem gert sé út á þjónustu við reykingafólk - þar á meðal eru sérstakar knæpur fyrir vindlareykingamenn. Randal Macdonald, eigandi knæpu þar sem vindlareykingar eru í hávegum hafðar, segir réttast að veita undanþágur líkt og á Spáni og Ítalíu, það hafi verið lagt til í Frakklandi og New York sem og víðar í Bandaríkjunum. Þar geti reykingamenn reykt í herbergjum sem starfsfólk komi ekki inn í. Ekki gangi að reka fólk út, sérstaklega ekki vindlareykingamenn. Það sé óvirðing við reykingafólk og valdi almenningi óþægindum. Macdonald segir reykingahefðir Englendinga í hættu vegna bannsins. Knæpur sem bjóða upp á vatnspípureykingar eru einnig í hættu. Ibrahim El-Nour rekur knæpu sem býður upp á vatnspípur. Hann segir þær mikinn hluta af menningu araba og helstu tekjulind staðarins. Verði ekki veitt undanþága fari staðir sem þessir á hausinn en þeir hafi verið helsti viðkomustaður ungs fólks. Ekki er þó allir ósáttir við bannið og benda á kosti þess. Martin Dockell, baráttumaður gegn reykingum, bendir á að hver megi gera það sem hann vilji við eigin líkama en ekki við líkama annarra og það skipti mestu í þessu máli. Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. Bann tók gildi í Skotlandi í mars í fyrra og á Norður-Írlandi og í Wales í apríl síðastliðnum. Sérfróðir segja bannið hafa slæm áhrif á breska menningu sem og fjölþjóðlega víða á Bretlandseyjum. Bannið taki einnig til staða þar sem gert sé út á þjónustu við reykingafólk - þar á meðal eru sérstakar knæpur fyrir vindlareykingamenn. Randal Macdonald, eigandi knæpu þar sem vindlareykingar eru í hávegum hafðar, segir réttast að veita undanþágur líkt og á Spáni og Ítalíu, það hafi verið lagt til í Frakklandi og New York sem og víðar í Bandaríkjunum. Þar geti reykingamenn reykt í herbergjum sem starfsfólk komi ekki inn í. Ekki gangi að reka fólk út, sérstaklega ekki vindlareykingamenn. Það sé óvirðing við reykingafólk og valdi almenningi óþægindum. Macdonald segir reykingahefðir Englendinga í hættu vegna bannsins. Knæpur sem bjóða upp á vatnspípureykingar eru einnig í hættu. Ibrahim El-Nour rekur knæpu sem býður upp á vatnspípur. Hann segir þær mikinn hluta af menningu araba og helstu tekjulind staðarins. Verði ekki veitt undanþága fari staðir sem þessir á hausinn en þeir hafi verið helsti viðkomustaður ungs fólks. Ekki er þó allir ósáttir við bannið og benda á kosti þess. Martin Dockell, baráttumaður gegn reykingum, bendir á að hver megi gera það sem hann vilji við eigin líkama en ekki við líkama annarra og það skipti mestu í þessu máli.
Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira