Tónlist

Ný plata með Jagúar kemur út á menningarnótt

MYND/365

Nýjasta hljómplata hljómsveitarinnar Jagúar, Shake It Good, kemur út laugardaginn 18. ágúst. Þetta er fjórða hlóðversplata sveitarinnar sem fagnar 9 ára afmæli sínu.

Til að halda upp á útgáfu plötunnar býður Jagúar í útgáfu- og afmælispartý á nýja tónleikastaðnum Organ í Hafnarstræti. Hljómsveitin mun leika frá miðnætti og verður frítt inn.

Platan er að megninu til tekin upp í Lundgaard hljóðverinu í Danmörku en var hljóðblönduð í Hljóðrita í Hafnarfirði. Íslenska Fönksamsteypan gefur plötuna út og Smekkleysa dreifir henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.