Dwyane Wade kláraði San Antonio 12. febrúar 2007 01:42 Dwyane Wade fór á kostum í fjórða leikhlutanum gegn San Antonio NordicPhotos/GettyImages Dwyane Wade átti enn einn stjörnuleikinn í gærkvöldi þegar Miami Heat vann góðan sigur á San Antonio Spurs á heimavelli. Cleveland vann góðan sigur á LA Lakers og Boston tapaði enn eina ferðina. Miami lagði San Antonio 100-85 þar sem Dwyane Wade skoraði 18 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Wade hafði mjög hægt um sig framan af leik, en honum héldu engin bönd í fjórða leikhlutanum og Miami hélt San Antonio án körfu utan af velli í rúmar 7 mínútur. Shaquille O´Neal skoraði 16 stig á aðeins 26 mínútum fyrir Miami, en Manu Ginobili skoraði 26 stig af bekknum fyrir San Antonio. Cleveland vann góðan sigur á Lakers heima 99-90 þar sem Sasha Pavlovic var stigahæstur í liði Cleveland með 21 stig. Kobe Bryant var góður í liði Lakers og skoraði 36 stig, en varnarleikur Cleveland gerði útslagið líkt og í sigrinum á Miami á föstudagskvöldið.Arenas gerði sig að fífli Gilbert Arenas þurfti að kokgleypa fyrri yfirlýsingar sínar þegar hann skoraði aðeins 9 stig í stórum skelli Washington gegn Portland á heimavelli 94-73. Arenas hafði lýst því yfir að hann ætlaði að skora 50 stig gegn Portland til að hefna sín á fyrrum þjálfara sínum hjá bandaríska landsliðinu Nate McMillan, en ekkert varð úr því og Washington var tekið í bakaríið. Arenas hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum utan af velli í leiknum. Jarrett Jack og LaMarcus Aldridge skoruðu 18 stig hvor fyrir Portland. Indiana vann auðveldan sigur á LA Clippers 94-80. Jermaine O´Neal skoraði 21 stig fyrir Indiana og varð í leiknum sá leikmaður í sögu Indiana sem varið hefur flest skot þegar hann varði eitt af fjórum skotum sínum. Mike Dunleavy yngri átti aldrei þessu vant góðan leik fyrir Indiana og skoraði 20 stig gegn lánlausu liði Clippers - sem þjálfað er af föður hans. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers.Enn vinnur Dallas Dallas heldur fast í toppsætið í deildinni og í nótt valtaði liðið yfir Philadelphia á útivelli 106-89. Dirk Nowitzki fór á kostum hjá Dallas og skoraði 27 stig, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Dallas náði yfir 30 stiga forystu í leiknum, en varamenn Philadelphia náðu reyndar að saxa það niður í 8 stig seint í leiknum áður en gestirnir settu í fluggírinn á ný. Andre Iguodala skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia.Gamlir kunningjar sökktu Boston Ömurlegt gengi Boston virðist engan endi ætla að taka en í nótt tapaði liðið 18. leiknum í röð - nú fyrir Minnesota á útivelli - þar sem gamall Boston-leikmaður Ricky Davis skoraði sigurkörfu Minnesota með skoti úr horninu þegar innan við sekúnda var eftir á klukkunni. Davis skoraði 28 stig fyrir Minnesota, Kevin Garnett náði annari þrennu sinni á nokkrum dögum með 26 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum og annar fyrrum Boston maður, Mark Blount, skoraði 20 stig. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, sem hefur aldrei áður í sögu félagsins lent í annari eins taphrinu. Chicago vann góðan útisigur á Phoenix 114-103 þar sem Phoenix var án þeirra Boris Diaw og Steve Nash. Luol Deng og Kirk Hinrich skoruðu 29 stig hvor fyrir Chicago og Ben Gordon 27 stig. Amare Stoudemire og Leandro Barbosa skoruðu 26 hvor fyrir Phoenix. Atlanta vann fimmta útileikinn í röð með 106-105 sigri á Golden State. Josh Smith skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, sem hefur ekki náð svo góðri rispu á útivelli síðan árið 1993. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State. Loks vann Seattle góðan útisigur á Sacramento 114-103. Chris Wilcox og Ray Allen skoruðu 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23, en liðið er nú loksins að verða komið með alla sína menn úr meiðslum. Kevin Martin skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst og gamla brýnið Corliss Williamson skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. NBA Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Dwyane Wade átti enn einn stjörnuleikinn í gærkvöldi þegar Miami Heat vann góðan sigur á San Antonio Spurs á heimavelli. Cleveland vann góðan sigur á LA Lakers og Boston tapaði enn eina ferðina. Miami lagði San Antonio 100-85 þar sem Dwyane Wade skoraði 18 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Wade hafði mjög hægt um sig framan af leik, en honum héldu engin bönd í fjórða leikhlutanum og Miami hélt San Antonio án körfu utan af velli í rúmar 7 mínútur. Shaquille O´Neal skoraði 16 stig á aðeins 26 mínútum fyrir Miami, en Manu Ginobili skoraði 26 stig af bekknum fyrir San Antonio. Cleveland vann góðan sigur á Lakers heima 99-90 þar sem Sasha Pavlovic var stigahæstur í liði Cleveland með 21 stig. Kobe Bryant var góður í liði Lakers og skoraði 36 stig, en varnarleikur Cleveland gerði útslagið líkt og í sigrinum á Miami á föstudagskvöldið.Arenas gerði sig að fífli Gilbert Arenas þurfti að kokgleypa fyrri yfirlýsingar sínar þegar hann skoraði aðeins 9 stig í stórum skelli Washington gegn Portland á heimavelli 94-73. Arenas hafði lýst því yfir að hann ætlaði að skora 50 stig gegn Portland til að hefna sín á fyrrum þjálfara sínum hjá bandaríska landsliðinu Nate McMillan, en ekkert varð úr því og Washington var tekið í bakaríið. Arenas hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum utan af velli í leiknum. Jarrett Jack og LaMarcus Aldridge skoruðu 18 stig hvor fyrir Portland. Indiana vann auðveldan sigur á LA Clippers 94-80. Jermaine O´Neal skoraði 21 stig fyrir Indiana og varð í leiknum sá leikmaður í sögu Indiana sem varið hefur flest skot þegar hann varði eitt af fjórum skotum sínum. Mike Dunleavy yngri átti aldrei þessu vant góðan leik fyrir Indiana og skoraði 20 stig gegn lánlausu liði Clippers - sem þjálfað er af föður hans. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers.Enn vinnur Dallas Dallas heldur fast í toppsætið í deildinni og í nótt valtaði liðið yfir Philadelphia á útivelli 106-89. Dirk Nowitzki fór á kostum hjá Dallas og skoraði 27 stig, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Dallas náði yfir 30 stiga forystu í leiknum, en varamenn Philadelphia náðu reyndar að saxa það niður í 8 stig seint í leiknum áður en gestirnir settu í fluggírinn á ný. Andre Iguodala skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia.Gamlir kunningjar sökktu Boston Ömurlegt gengi Boston virðist engan endi ætla að taka en í nótt tapaði liðið 18. leiknum í röð - nú fyrir Minnesota á útivelli - þar sem gamall Boston-leikmaður Ricky Davis skoraði sigurkörfu Minnesota með skoti úr horninu þegar innan við sekúnda var eftir á klukkunni. Davis skoraði 28 stig fyrir Minnesota, Kevin Garnett náði annari þrennu sinni á nokkrum dögum með 26 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum og annar fyrrum Boston maður, Mark Blount, skoraði 20 stig. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, sem hefur aldrei áður í sögu félagsins lent í annari eins taphrinu. Chicago vann góðan útisigur á Phoenix 114-103 þar sem Phoenix var án þeirra Boris Diaw og Steve Nash. Luol Deng og Kirk Hinrich skoruðu 29 stig hvor fyrir Chicago og Ben Gordon 27 stig. Amare Stoudemire og Leandro Barbosa skoruðu 26 hvor fyrir Phoenix. Atlanta vann fimmta útileikinn í röð með 106-105 sigri á Golden State. Josh Smith skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, sem hefur ekki náð svo góðri rispu á útivelli síðan árið 1993. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State. Loks vann Seattle góðan útisigur á Sacramento 114-103. Chris Wilcox og Ray Allen skoruðu 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23, en liðið er nú loksins að verða komið með alla sína menn úr meiðslum. Kevin Martin skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst og gamla brýnið Corliss Williamson skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst.
NBA Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira