Lífið

Fótbolta-barna-sprengja

Og hvað á barnið að heita?
Og hvað á barnið að heita? MYND/Getty Images

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem haldin var í Þýskalandi sl. sumar hefur leitt af sér mikla fjölgun væntanlegra fæðinga. Yfirbókanir eru á fæðingardeildum um allt landið í apríl þegar mæður "fótboltabarnanna" eiga von á sér. Sömu sögu er að segja af fæðingarnámskeiðum sem eru fullbókuð.

Barbara Freischuetz ljósmóðir í Köln sagði að margar mæðranna segðu að börnin væru "minjagripir" frá Heimsmeistarakeppninni. Þau væru minning "sælunnar" frá keppninni. Flestar kvennanna sem eiga von á drengjum hafa í huga nöfnin Lukas, Bastian eða Michael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.