Erlent

Írak: Mikið mannfall í sprengjuárásum

Minnst 80 týndu lífi og 150 særðust í þremur sprengjuárásum í miðborg Bagdad í Írak í dag. Árásirnar voru gerðar um leið og Írakar minntust þess að í dag er ár frá árásum á guðshús sjía-múslima í hinni helgu borg Samarra. Árásin þá varð kveikjan að blóðugum átökum trúarbrota í landinu sem engan enda virðast ætla að taka og hafa kostað þúsundir mannslífa í hverjum mánuði.

Dauðadómur Hæstaréttar Íraks, frá því í dag, yfir Taha Yassin Ramadan, fyrrum varaforseta Saddams Hússein, er ekki líklegur til að lægja öldurnar. Ramadan verður að líkindum hengdur fyrir lok mánaðarins fyrir morðin í Dujail, morðin sem Saddam var tekinn af lífi fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×