Erlent

Svartbjörn fastur upp í tré

Það er ekki oft sem nærri 200 kílóa birnir festast upp í trjám, en það gerðist í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Lögreglu brá heldur en ekki í brún þegar tilkynning barst um að svartbjörn sæti fastur í rúmlega 15 metra hæð. Fjölmargir íbúar söfnuðust saman undir trénu til að fylgjast með.

Ekki tókst að lokka björninn niður með loforðum um góðgæti. Hann var því skotinn með róandi lyfjum og féll þá í net björgunarsveitarmanna. Bæjarstjórinn í Maplewood, New Jersey, segir ekki óeðlilegt að birnir leiti í íbúabyggð á svæðinu því nýbyggingar rísi nú þar sem áður voru heimkynni þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×