Innlent

Fórnarlömb forstöðumanns Byrgisins fá enga hjálp

Aðstandendur stúlknanna úr Byrginu hrópa á hjálp. Móðir einnar þeirra segir tvær í bráðri sjálfsvígshættu en þrjár munu hafa lent í neyslu á nýjan leik. Í gær var einni stúlkunni neitað um áfallahjálp á Landspítalanum með þeim rökum að fórnarlömb forstöðumanns Byrgisins fengju hjálp annars staðar. Sú hjálp hefur þó enn ekki borist.

Móðir stúlku sem dvaldi í Byrginu og er í samskiptum við nokkrar aðrar stúlkur sem þar dvöldu segir tvær þeirra vera húsnæðislausar og búa inn á öðrum, tvær munu hafa lent í neyslu á nýjan leik en eru edrú í dag. Enn ein leitað til Birnu í gær og var þá afar illa haldin andlega.

Yfirmaður mistöðvar áfallahjálpar á Landspítalanum kannaðist ekki við málið þegar fréttastofa hafði samband við deildina í dag og gat því ekki útskýrt þessi viðbrögð. En Birna segir stúlkurnar mæta þessu viðmóti víðar, ekkert sé fyrir þær gert.

Fimmta stúlkan kærði Guðmund Jónsson, fyrrverandi forstöðumann Byrgisins í dag fyrir kynferðislegt áreiti.

Aðstæður þessara stúlkna og þetta afskiptaleysi sem Birna lýsir er ekki síður athyglisvert í ljósi þess að í síðustu viku var ákveðið að beiðni félagsmálanefndar Alþingis að settur yrði saman hópur til að aðstoða skjólstæðinga Byrgisins, einkum þær konur sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi á heimilinu. Lögð var sérstök áhersla á að hópurinn ynni eins hratt og auðið væri.

Viðtalið við Birnu Dís í heild sinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×