Erlent

Kosningar í Túrkmenistan fóru vel fram

Á myndinni sést kona kjósa undir vökulu auga Saparmurat Niyazov, eða Túrkmenbashi, fyrrum forseta landsins.
Á myndinni sést kona kjósa undir vökulu auga Saparmurat Niyazov, eða Túrkmenbashi, fyrrum forseta landsins. MYND/AP

Kosningar fóru fram í Túrkmenistan í gær og virðist sem þær hafi farið vel fram. Þó vantaði mikið upp á, samkvæmt vestrænum stöðlum, til þess að þær gætu talist frjálsar. Búist er við því að Kurbanguly Berdymukhamedov beri sigur úr býtum. Hann hefur verið forseti til bráðabirgða frá láti Saparmurat Niyazov, fyrrum einræðisherra landsins.

Vestrænir erindrekar, sem fylgdust með kosningunum, segja að þó svo að þær hafi ekki verið lýðræðislegar, hafi þær verið skref í rétta átt. „Það er ekki verið að segja fólki að kjósa Berdymukhamedov," sagði einn þeirra. „Túrkmenistan á ennþá langt í land en þetta er stórt skref í rétta átt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×