Erlent

Páfinn gagnrýnir nútímavæðingu samfélagsins

Benedikt páfi er almennt talinn íhaldssamur.
Benedikt páfi er almennt talinn íhaldssamur. MYND/AP

Páfinn hefur gagnrýndi í dag lög sem hann sagði ógna fjölskyldunni og samfélaginu. Þar átti hann við lög um fóstureyðingar og líknarmorð. „Engin mannleg lög geta komið í stað þeirra sem skaparinn skrifaði án þess að samfélagið verði valt á fótum sínum." sagði Benedikt páfi á ráðstefnu um náttúrulög, eða lög guðs. Kaþólska kirkjan telur þau vera bindandi.

Benedikt talaði um að vernda þyrfti mannslífið frá upphafi þess til náttúrulegra endaloka þess. Portúgal, sem hefur marga kaþólikka innan sinna raða, ákvað í gær að lögleiða fóstureyðingar og aðeins eru þá þrjú ríki sem takmarka fóstureyðingar í Evrópu í dag. Páfinn bætti því við að lokum að nauðsynlegt væri að verja hjónabandið og vísaði þar með í umræðuna um hjónabönd samkynhneigðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×