Erlent

Haniyeh biður alþjóðasamfélagið um stuðning

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu. MYND/AP

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, sagði í dag að Bandaríkin og önnur lönd sem eru að reyna að miðla málum í Mið-Austurlöndum ættu að hefja aðstoð við Palestínu að nýju. Hann sagði að alþjóðasamfélagið ætti að styðja við bakið á hinni nýmynduðu þjóðstjórn og virða þannig vilja palestínsku þjóðarinnar.

Fjórveldin hafa verið lengi að taka við sér eftir sáttasamninga Hamas og Fatah hreyfinganna og nú vilja Palestínumenn að þeim refsiaðgerðum sem komið var á þegar Hamas komst til valda verði aflétt. Helsta ástæða þess að refsiaðgerðunum hefur ekki verið aflétt er að Hamas neitar að viðurkenna Ísraelsríki en það er eitt helsta skilyrði fjórveldanna fyrir að veita Palestínu hjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×