Innlent

Sprenging við heimili lögreglumanns upplýst

MYND/Guðmundur

Lögreglan á Blönduósi hefur upplýst um tildrög sprengingar sem varð við heimili lögreglumanns á Skagaströnd í fyrrinótt. Í dag voru handteknir 2 menn á tvítugsaldri vegna gruns um aðild að sprengingunni. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir verknaðinn.

Þeir notuðu stóran flugeld sem búið var að breyta í þeim tilgangi að valda sem mestri sprengingu, hávaða og usla. Af athæfi þeirra myndaðist mikil almannahætta þar sem um er að ræða raðhús með fleiri íbúum. Sprengjunni var komið fyrir við anddyri íbúðarhúss lögreglumannsins og fest þar niður.

Ungu mennirnir hafa viðurkennt að hafa verið að hefna sín á lögreglunni vegna ítrekaðra afskipta hennar af þeim upp á síðkastið vegna síendurtekinna brota þeirra.

Lögreglumenn líta þetta mál mjög alvarlegum augum og eru uggandi um starfsöryggi og einkalíf sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×