Lúkas kominn í leitirnar 24. júlí 2007 00:01 "Amma“ Lúkasar heldur hér um hvutta. Hún gætir hans þar til Kristjana, dóttir hennar og eigandi hundsins, snýr aftur frá útlöndum. „Við fyrstu skoðun virðist hann þokkalega heill og glaður yfir að koma heim," segir Klara Sólrún Hjartardóttir, vinkona Kristjönu eiganda Lúkasar og sú sem kom að honum í gærmorgun. Hundurinn hafði verið týndur í einar tíu vikur. Hann var talinn af, vegna ljúgvitnis um grimmilegt dráp, en eigandi hans bar síðan kennsl á hann uppi í fjalli fyrir rúmri viku. Lúkas hefur verið styggur með afbrigðum. Síðustu viku hafa verið egndar fyrir hundinn gildrur í fjallinu og skilinn eftir matur. Lúkas lét svo loks blekkjast og gekk í felligildru í Fálkafelli í fjallinu Súlum. Hann var aldrei í Hlíðarfjalli, eins og talið var. „Ég veit ekki hvaðan þær upplýsingar komu, en við ákváðum bara að leyfa því að vera svoleiðis til að halda fólki í burtu," segir Klara, sem vildi þannig tryggja að hundurinn fældist ekki frekar.„Ég er búin að eyða viku í að öðlast traust hans með því að færa honum mat. Það hvarflaði stundum að mér að hann kæmi ekki en ég gaf mig ekki," segir hún. Klara er búin að fara allt að þrjátíu ferðir í fjallið eftir hvutta og lagði sjálf gildruna sem gómaði hann. Hún er að vonum fegin lyktunum. „Þetta er yndislegur endir á ljótu máli. Hann er búinn að hitta dýralækninn, sem sá ekkert að honum í fljótu bragði. Hann sagði að Lúkas ætti bara að hvílast heima við." Með heimkomu hundsins lýkur afskiptum lögreglunnar á Akureyri af dýrinu. „Þetta er búið að vera ein hringavitleysa og hefur kostað heilmikla vinnu. Það er búið að sólunda fé skattborgara og tíma lögreglunnar," segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. Gunnar veit ekki hver verða eftirmál vegna þeirra sem báru ljúgvitni á sínum tíma. „Það er refsivert að gefa rangan vitnisburð til lögreglu og það virðist hafa gerst í þessu máli. En sýslumaður mun ákvarða um framhaldið síðar." Lúkasarmálið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
„Við fyrstu skoðun virðist hann þokkalega heill og glaður yfir að koma heim," segir Klara Sólrún Hjartardóttir, vinkona Kristjönu eiganda Lúkasar og sú sem kom að honum í gærmorgun. Hundurinn hafði verið týndur í einar tíu vikur. Hann var talinn af, vegna ljúgvitnis um grimmilegt dráp, en eigandi hans bar síðan kennsl á hann uppi í fjalli fyrir rúmri viku. Lúkas hefur verið styggur með afbrigðum. Síðustu viku hafa verið egndar fyrir hundinn gildrur í fjallinu og skilinn eftir matur. Lúkas lét svo loks blekkjast og gekk í felligildru í Fálkafelli í fjallinu Súlum. Hann var aldrei í Hlíðarfjalli, eins og talið var. „Ég veit ekki hvaðan þær upplýsingar komu, en við ákváðum bara að leyfa því að vera svoleiðis til að halda fólki í burtu," segir Klara, sem vildi þannig tryggja að hundurinn fældist ekki frekar.„Ég er búin að eyða viku í að öðlast traust hans með því að færa honum mat. Það hvarflaði stundum að mér að hann kæmi ekki en ég gaf mig ekki," segir hún. Klara er búin að fara allt að þrjátíu ferðir í fjallið eftir hvutta og lagði sjálf gildruna sem gómaði hann. Hún er að vonum fegin lyktunum. „Þetta er yndislegur endir á ljótu máli. Hann er búinn að hitta dýralækninn, sem sá ekkert að honum í fljótu bragði. Hann sagði að Lúkas ætti bara að hvílast heima við." Með heimkomu hundsins lýkur afskiptum lögreglunnar á Akureyri af dýrinu. „Þetta er búið að vera ein hringavitleysa og hefur kostað heilmikla vinnu. Það er búið að sólunda fé skattborgara og tíma lögreglunnar," segir Gunnar Jóhannsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri. Gunnar veit ekki hver verða eftirmál vegna þeirra sem báru ljúgvitni á sínum tíma. „Það er refsivert að gefa rangan vitnisburð til lögreglu og það virðist hafa gerst í þessu máli. En sýslumaður mun ákvarða um framhaldið síðar."
Lúkasarmálið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira