Innlent

Mikill verðmunur milli tannlækna

Mikill verðmunur milli tannlækna.
Mikill verðmunur milli tannlækna. MYND/VG

Allt að þrefaldur verðmunur er á þjónustu tannlækna samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. Fjöldi tannlækna neitaði að senda samtökunum upplýsingar um verðskrá.

Neytendasamtökin sendu öllum starfandi tannlæknum bréf í byrjun septembermánaðar þar sem þeir voru beðnir um að fylla út verð fyrir 13 aðgerðarliði. Bréfin voru send til 224 tannlækna en 82 ákváðu ekki að svara. Fram kemur í frétt Neytendasamtakanna að margir hafi tekið því óstinnt upp að verðlistarnir yrðu birtir. Þar á meðal Sigurjón Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, sem tók ekki þátt í könnuninni.

Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna er verulegur verðmunur milli tannlækna. Þannig kostaði 3.276 krónur að láta draga úr sér tönn með fullri festu þar sem það var ódýrast en 15.800 krónur þar sem það var hæst. Verðmunur á tannfyllingu var einnig mikill. Lægsta verðið var 4.500 krónur en það hæsta 11.200 krónur.

Þá munaði allt að 140 þúsund krónum milli hæsta og lægsta verðs hvað varðar heilgómasett með tannsmíðakostnaði. Lægst var það 87.740 krónur en hæst 225 þúsund krónur.

Sjá könnun Neytendasamtakanna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×