Erlent

Eiturefni í náttúru Norðurlanda

Triclosan er í mörgum hreinsiefnum.
Triclosan er í mörgum hreinsiefnum.

Í nýrri skýrslu sem gefin er út á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar kemur í ljós að hættuleg eiturefni eru í náttúru Norðurlanda. Í skýrslunni kemur m.a. í ljós að þrátt fyrir minni notkun eiturefna í iðnaði finnst ennþá tríklósan í umhverfinu.

Umhverfisrannsóknir sýna að tríklósan, sem notað er í tannkrem, snyrtivörur og textílvörur, er m.a. í úrgangi frá hreinsistöðvum. Augu manna hafa á undanförnum árum beinst að notkun tríklósan vegna umhverfis- og heilsuspillandi áhrifa þess.

Víða á Norðurlöndum hafa verið samþykktar aðgerðir til þess að draga úr notkun á þessi efni. Þetta er í fjórða seinn sem Norðurlönd rannsaka magn eiturefna í umhverfinu. Markmiðið var komast að dreifingu efnanna bronopols, resorcinols, tríklósans og m-kresols á viðkvæmum landsvæðum.

Umhverfisrannsóknir sýndu að resorcinol er einnig til staðar í norræni náttúru, en það er notað til að framleiða lím, litarefni og snyrtivörur. Efnið er afar skaðlegt ýmsum vatnalífverum. Aftur á móti fundust engin merki um bronopol þrátt fyrir að það sé notað í miklum mæli í iðnaði.

Upplýsingar um hversu mikið er notað af m-kresol í iðnaði eru einungis til í Svíþjóð, en þrátt fyrir það fundust leifar af efninu í fjölmörgum vatnssýnum sem tekin voru af skolpi í hreinsistöðvum í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð.

Í vatni sem rann frá hreinsistöðvum og í sýnum teknum í náttúrunni fannst efnið aftur á móti einungis nærri pappírsverksmiðju í Finnlandi. Norræna ráðherranefndin sem fjármagnaði gerð þessarar rannsóknar og er skýrslan unnin í samstarfi við stjórnvöld í hverju landi fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×