Grænlenska bomban slær í gegn 28. janúar 2007 11:15 Angutimmarik Kreutzmann er aðeins 18 ára gamall en er samt næst markahæsti leikmaður HM í Þýskalandi. MYND/Getty Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu "grænlenska bomban" í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk . Grænlendingar hafa - og verða líklega aldrei - hátt skrifaðir í handboltaheiminum. Þeir hafa hins vegar fengið nokkra athygli á HM í Þýskalandi fyrir tilstilli Angutimmarik Kreutzmann, eða Angu eins og hann er kallaður á meðal þeirra sem til hans þekkja. Angu þessi er 18 ára gamall og var nánast með öllu óþekktur áður en HM hófst. Í Þýskalandi hefur hann hins vegar slegið í gegn, er næst markahæsti leikmaður keppninnar og vakið verðskuldaða athygli fyrir þrumuskot sín. Angu hefur skorað 43 mörk eftir fimm leiki en markahæstur er Filip Jicha hjá Tékklandi með 50 mörk eftir sex leiki. Angu er á mála hjá danska liðinu Silkeborg og hefur hingað til fengið fá tækifæri með aðalliði félagsins. Gera má ráð fyrir því að staða Angu hjá liðinu breytist í kjölfar HM, enda búinn að sýna og sanna að hann er fullfær um að standa sig á meðal þeirra allra bestu. Forráðamenn Silkeborg segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda í "grænlensku bombuna". "Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir um hann en við höfum engan áhuga á að missa hann," sagði Mikael Bak, þjálfari unglingaliðs Silkeborg, við Extrabladet í Danmörku. Angu getur spilað bæði sem vinstri skytta og leikstjórnandi og segir Mikael að hann búi yfir gríðarlegum hæfileikum. "Hann er með mikinn stökkkraft og hentar líkamsbygging hans handboltamanni einstaklega vel. Það er gaman að sjá hann standa sig svona vel á HM en danska úrvalsdeildin er líka erfið viðureignar. Hann er ennþá óþroskaður í leik sínum en möguleikarnir eru sannarlega til staðar," segir Mikael. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira
Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu "grænlenska bomban" í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk . Grænlendingar hafa - og verða líklega aldrei - hátt skrifaðir í handboltaheiminum. Þeir hafa hins vegar fengið nokkra athygli á HM í Þýskalandi fyrir tilstilli Angutimmarik Kreutzmann, eða Angu eins og hann er kallaður á meðal þeirra sem til hans þekkja. Angu þessi er 18 ára gamall og var nánast með öllu óþekktur áður en HM hófst. Í Þýskalandi hefur hann hins vegar slegið í gegn, er næst markahæsti leikmaður keppninnar og vakið verðskuldaða athygli fyrir þrumuskot sín. Angu hefur skorað 43 mörk eftir fimm leiki en markahæstur er Filip Jicha hjá Tékklandi með 50 mörk eftir sex leiki. Angu er á mála hjá danska liðinu Silkeborg og hefur hingað til fengið fá tækifæri með aðalliði félagsins. Gera má ráð fyrir því að staða Angu hjá liðinu breytist í kjölfar HM, enda búinn að sýna og sanna að hann er fullfær um að standa sig á meðal þeirra allra bestu. Forráðamenn Silkeborg segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda í "grænlensku bombuna". "Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir um hann en við höfum engan áhuga á að missa hann," sagði Mikael Bak, þjálfari unglingaliðs Silkeborg, við Extrabladet í Danmörku. Angu getur spilað bæði sem vinstri skytta og leikstjórnandi og segir Mikael að hann búi yfir gríðarlegum hæfileikum. "Hann er með mikinn stökkkraft og hentar líkamsbygging hans handboltamanni einstaklega vel. Það er gaman að sjá hann standa sig svona vel á HM en danska úrvalsdeildin er líka erfið viðureignar. Hann er ennþá óþroskaður í leik sínum en möguleikarnir eru sannarlega til staðar," segir Mikael.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Sjá meira