Erlent

Bandaríkin gruna Ísrael um notkun klasasprengja

MYND/AP

Stjórn Bush Bandaríkjaforseta mun á morgun gera Bandaríkjaþingi grein fyrir því að grunur leiki á að Ísraelar hafi brotið samkomulag við stjórnvöld í Washington um notkun klasasprengja. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag og hefur eftir heimildarmönnum í utanríkisráðuneytinu.

Bráðbirgðaniðurstöður bendi til þess að spengjurnar hafi verið notaðar til árása í íbúðarbyggð í stríðinu í Líbanon í fyrrasumar. Það þverbrjóti gegn samkomulaginu. Að sögn blaðsins er tekist á um það innan Bush stjórnarinnar hvort refsa eigi bandamönnum fyrir að nota þetta vopn með þessu hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×