Innlent

Dýrafjörður fullur af hafís

Dýrafjörður er enn fullur af hafís og ekki nema fyrir þá alvönustu að fara þar um sjóleiðina ef hún er ekki alveg ófær.

Landhelgisgæslan fór í hafísflug í dag til að skoða útbreiðslu íssins og fyrir utan Dýrafjörðin er helst að sjá restar af ísspöngum á Ísafjarðadjúpi. Siglingaleiðin fyrir Horn er alveg fær en þéttan ís er ekki að sjá nema um tólf sjómílur frá Horni en aðeins eru stöku jakar nær landi. Ísspöngin sem kom upp að landinu á föstudag er því í hraðri bráðnum enda sjórinn ekki mjög kaldur nema inni í Dýrafjirði þar sem hafísinn hefur safnast saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×